Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 09:09 Starfsmaður Bandaríkjaþings heldur á eintaki af björgunarpakkafrumvarpinu í öldungadeildinni í gær. Frumvarpið telur alls 880 blaðsíður. Vísir/EPA Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin, þar sem demókratar fara með meirihluta, afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um beingreiðslur til um 150 milljóna bandarískra heimila, lánveitingar til fyrirtækja smárra sem stórra, milljarða dollara innspýtingu í atvinnuleysisbætur og stóraukin framlög til sjúkrahúsa, að sögn Washington Post. Það var samþykkt með 96 atkvæðum gegn engu mótatkvæði. Þingmennirnir fjórir sem voru fjarverandi voru ýmist í sóttkví eða smitaðir af kórónuveirunni. Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Eingreiðsla til almennings hljóðar upp á 1.200 dollara á hvern fullorðinn einstakling, jafnvirði um 170.000 íslenskra króna, og 500 dollara á hvert barn, jafnvirði um 71 þúsund króna. Hálf biljón dollara fer í lánveitingar til fyrirtækja, borga og ríkja og 367 milljarða dollara í sjóð til að hjálpa minni fyrirtækjum að forðast að segja upp starfsfólki í kreppunni. Heildarkostnaður aðgerðanna upp á 2,2 biljónir dollara er sögð besta ágiskun Hvíta hússins. Það er um helmingur árlegra fjárlaga bandarísku alríkisstjórnarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði bandaríska þjóð nú ganga í gegnum neyðarástand sem væri fordæmalaust í seinni tíð fyrir atkvæðagreiðsluna. Eftir að frumvarpið var samþykkt sendi hann þingmenn heim en sagðist tilbúinn að kalla þá aftur til starfa með skömmum fyrirvara.AP/Sjónvarpsrás öldungadeildarinnar Fyrirtæki Trump geta ekki sótt um ríkisaðstoð Flugfélög eru einn helsti bótaþeginn í frumvarpinu. Farþegaflugfélög eiga rétt á um 25 milljörðum dollara, jafnvirði um 3.500 milljörðum íslenskra króna, í lán og tryggingar og gætu fengið sömu upphæð til viðbótar í styrki frá skattgreiðendum. Skilyrði um að flugfélög yrðu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að fá ríkisaðstoð voru felld úr frumvarpinu áður en það var samþykkt. Washington Post segir að fyrirtæki sem Donald Trump forseti, embættismenn í Hvíta húsinu eða bandarískir þingmenn eiga geta ekki sótt um lán frá alríkisstjórninni. Það bendi til þess að hótel og klúbbar Trump forseta sem hafa þurft að loka vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu faraldursins geti ekki fengið aðstoð skattgreiðenda. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, áætlar að björgunarpakkinn geti haldið hagkerfinu með höfuðið upp úr vatni í þrjá mánuði. „Vonandi þurfum við ekki á þessu að halda í þrjá mánuði,“ sagði hann. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt einróma voru ýmsar efasemdir á lofti innan beggja flokka. Þannig óttuðust hörðustu íhaldsmennirnir úr flokki repúblikana að frumvarpið gengi of langt en frjálslyndustu demókratar að það gengi of skammt. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York þar sem ástandið versnar dag frá degi, varaði við því að ríki hans fengi alltof lítið fjármagn til að glíma við faraldurinn með björgunarpakkanum. Leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, Steny Hoyer, segir að björgunarpakkinn verði tekinn til atkvæðagreiðslu þar á föstudagsmorgun. Trump forseti hefur sagst ætla að staðfesta lögin um leið og þau koma inn á hans borð. Um 69.000 manns hafa greinst með kórónuveirusmit í Bandaríkjunum til þessa og fleiri en þúsund manns hafa látið lífið. „Heilbrigðiskerfið okkar er ekki tilbúið að annast þá veiku. Vinnuaflið okkar er atvinnulaust. Fyrirtækin okkar geta ekki stundað viðskipti. Verksmiðjurnar okkar standa tómar. Hjól bandaríska hagkerfisins hafa stöðvast,“ varaði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, við í gær.Vísir/EPA Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin, þar sem demókratar fara með meirihluta, afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. Í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um beingreiðslur til um 150 milljóna bandarískra heimila, lánveitingar til fyrirtækja smárra sem stórra, milljarða dollara innspýtingu í atvinnuleysisbætur og stóraukin framlög til sjúkrahúsa, að sögn Washington Post. Það var samþykkt með 96 atkvæðum gegn engu mótatkvæði. Þingmennirnir fjórir sem voru fjarverandi voru ýmist í sóttkví eða smitaðir af kórónuveirunni. Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Eingreiðsla til almennings hljóðar upp á 1.200 dollara á hvern fullorðinn einstakling, jafnvirði um 170.000 íslenskra króna, og 500 dollara á hvert barn, jafnvirði um 71 þúsund króna. Hálf biljón dollara fer í lánveitingar til fyrirtækja, borga og ríkja og 367 milljarða dollara í sjóð til að hjálpa minni fyrirtækjum að forðast að segja upp starfsfólki í kreppunni. Heildarkostnaður aðgerðanna upp á 2,2 biljónir dollara er sögð besta ágiskun Hvíta hússins. Það er um helmingur árlegra fjárlaga bandarísku alríkisstjórnarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði bandaríska þjóð nú ganga í gegnum neyðarástand sem væri fordæmalaust í seinni tíð fyrir atkvæðagreiðsluna. Eftir að frumvarpið var samþykkt sendi hann þingmenn heim en sagðist tilbúinn að kalla þá aftur til starfa með skömmum fyrirvara.AP/Sjónvarpsrás öldungadeildarinnar Fyrirtæki Trump geta ekki sótt um ríkisaðstoð Flugfélög eru einn helsti bótaþeginn í frumvarpinu. Farþegaflugfélög eiga rétt á um 25 milljörðum dollara, jafnvirði um 3.500 milljörðum íslenskra króna, í lán og tryggingar og gætu fengið sömu upphæð til viðbótar í styrki frá skattgreiðendum. Skilyrði um að flugfélög yrðu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að fá ríkisaðstoð voru felld úr frumvarpinu áður en það var samþykkt. Washington Post segir að fyrirtæki sem Donald Trump forseti, embættismenn í Hvíta húsinu eða bandarískir þingmenn eiga geta ekki sótt um lán frá alríkisstjórninni. Það bendi til þess að hótel og klúbbar Trump forseta sem hafa þurft að loka vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu faraldursins geti ekki fengið aðstoð skattgreiðenda. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, áætlar að björgunarpakkinn geti haldið hagkerfinu með höfuðið upp úr vatni í þrjá mánuði. „Vonandi þurfum við ekki á þessu að halda í þrjá mánuði,“ sagði hann. Þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt einróma voru ýmsar efasemdir á lofti innan beggja flokka. Þannig óttuðust hörðustu íhaldsmennirnir úr flokki repúblikana að frumvarpið gengi of langt en frjálslyndustu demókratar að það gengi of skammt. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York þar sem ástandið versnar dag frá degi, varaði við því að ríki hans fengi alltof lítið fjármagn til að glíma við faraldurinn með björgunarpakkanum. Leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, Steny Hoyer, segir að björgunarpakkinn verði tekinn til atkvæðagreiðslu þar á föstudagsmorgun. Trump forseti hefur sagst ætla að staðfesta lögin um leið og þau koma inn á hans borð. Um 69.000 manns hafa greinst með kórónuveirusmit í Bandaríkjunum til þessa og fleiri en þúsund manns hafa látið lífið. „Heilbrigðiskerfið okkar er ekki tilbúið að annast þá veiku. Vinnuaflið okkar er atvinnulaust. Fyrirtækin okkar geta ekki stundað viðskipti. Verksmiðjurnar okkar standa tómar. Hjól bandaríska hagkerfisins hafa stöðvast,“ varaði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, við í gær.Vísir/EPA
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23. mars 2020 13:57