Takmarka fjölda nemenda utan EES Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 23:02 Ef fleiri sækja um en fimmtíu verða þeir sem eru með hæstu einkunn í munnlegu prófi teknir inn í íslensku sem annað mál. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Fjallað var um það fyrr í vetur að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára. Flestar umsóknir komu frá Nígeríu, Gana og Pakistan fyrir núverandi skólaár. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþátttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun ráðherra um málið hefur komið fram að grunur leiki á að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í haust að gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna væru meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Samþykkt einróma á fundi Ákvörðun um fjöldatakmörk í námsleiðum var tekin á fundi háskólaráðs þann 4. desember. Á fundinum kynntu Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor og Kristinn Andersen, sviðsstjóri kennslusviðs, skýrslu starfshóps um umsóknir um nám frá löndum utan EES og tillögur um aðgerðir. Málið var rætt og svo samþykkt einróma. Í fundargerð háskólaráðs er að finna tillögur um fjöldatakmörk frá kennslusviði og rektorsskrifstofu. Þar kemur fram að til dæmis verði ekki teknir inn fleiri en tuttugu nemendur utan EES í meistaranám í hnattrænum fræðum, og ekki fleiri en tíu í meistaranám í mannfræði. Takmörk eru einnig sett í meistaranám í afbrotafræði, félagsfræði og aðferðafræði, og í meistaranám í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum og meistarastjórnun. Einnig er sett hámark á fimmtíu nemendur utan EES í akademíska ensku. Kynningu á breytingunum hefur nú verið bætt við sem athugasemd á upplýsingasíðu háskólans um íslensku sem annað mál. 50 efstu í munnlegu prófi Þar segir nú að á fundi háskólaráðs hafi verið samþykkt að skólaárið 2026–2027 verði að hámarki tekið við 50 nemendum utan EES-svæðisins í íslensku sem öðru máli á ári. Umsækjendur frá Sviss, Grænlandi og Færeyjum séu undanþegnir þessum takmörkunum, sem og þeir sem hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem geti verið grundvöllur fyrir ótímabundnu dvalarleyfi. Eftir það er fjallað um almenn skilyrði til inntöku og svo tekið fram að ef fleiri en fimmtíu nemendur, sem takmarkanirnar eiga við um, nái lágmarkseinkunn á munnlegu prófi, verði þeim 50 umsækjendum með bestu einkunnirnar á munnlega prófinu boðið pláss í náminu. Innflytjendamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta EES-samningurinn Tengdar fréttir Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vetur að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára. Flestar umsóknir komu frá Nígeríu, Gana og Pakistan fyrir núverandi skólaár. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþátttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun ráðherra um málið hefur komið fram að grunur leiki á að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í haust að gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna væru meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Samþykkt einróma á fundi Ákvörðun um fjöldatakmörk í námsleiðum var tekin á fundi háskólaráðs þann 4. desember. Á fundinum kynntu Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor og Kristinn Andersen, sviðsstjóri kennslusviðs, skýrslu starfshóps um umsóknir um nám frá löndum utan EES og tillögur um aðgerðir. Málið var rætt og svo samþykkt einróma. Í fundargerð háskólaráðs er að finna tillögur um fjöldatakmörk frá kennslusviði og rektorsskrifstofu. Þar kemur fram að til dæmis verði ekki teknir inn fleiri en tuttugu nemendur utan EES í meistaranám í hnattrænum fræðum, og ekki fleiri en tíu í meistaranám í mannfræði. Takmörk eru einnig sett í meistaranám í afbrotafræði, félagsfræði og aðferðafræði, og í meistaranám í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum og meistarastjórnun. Einnig er sett hámark á fimmtíu nemendur utan EES í akademíska ensku. Kynningu á breytingunum hefur nú verið bætt við sem athugasemd á upplýsingasíðu háskólans um íslensku sem annað mál. 50 efstu í munnlegu prófi Þar segir nú að á fundi háskólaráðs hafi verið samþykkt að skólaárið 2026–2027 verði að hámarki tekið við 50 nemendum utan EES-svæðisins í íslensku sem öðru máli á ári. Umsækjendur frá Sviss, Grænlandi og Færeyjum séu undanþegnir þessum takmörkunum, sem og þeir sem hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem geti verið grundvöllur fyrir ótímabundnu dvalarleyfi. Eftir það er fjallað um almenn skilyrði til inntöku og svo tekið fram að ef fleiri en fimmtíu nemendur, sem takmarkanirnar eiga við um, nái lágmarkseinkunn á munnlegu prófi, verði þeim 50 umsækjendum með bestu einkunnirnar á munnlega prófinu boðið pláss í náminu.
Innflytjendamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta EES-samningurinn Tengdar fréttir Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00