Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2025 10:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fjölgaði í gær verulega þeim sem mega ekki ferðast til Bandaríkjanna, eða sæta takmörkunum á ferðalögum þangað. Hann bætti tuttugu ríkjum við á lista slíkra ríkja og eru þau nú orðin 39 en ríkisstjórn hans leggur mikið púður í það að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum, hvort sem þeir dvelja þar með ólöglegum hætti eða ekki. Er það í kjölfar þess að maður frá Afganistan skaut tvo hermenn í Washington DC fyrr í mánuðinum. Annar hermaðurinn lét lífið en eftir það tilkynntu bandarískir embættismenn að til stæði að grípa til einhverskonar aðgerða, eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar. Um er að ræða viðbót við takmarkanir sem Trump beitti fyrr á árinu en þær svipuðu mjög til múslimabannsins svokallaða, af Trump sjálfum, frá fyrra kjörtímabili hans. Trump tilkynnti í júní að fólki frá tólf ríkjum yrði meinað að koma til Bandaríkjanna og fólk frá sjö ríkjum stæði frammi fyrir takmörkunum. Tólf ríkin voru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Ríkin sjö voru Búrúndí, Kúba, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela. Nú er búið að bæta töluvert á listann. Fólki frá Búrkína Fasó, Malí, Níger, Suður-Súdan, Sýrlandi og Palestínu hefur alfarið verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafa takmarkanir verið settar á fólk frá Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Fílabeinsströndinni, Dóminíku, Gabon, Gambíu, Malaví, Máritaníu, Nígeríu, Senegal, Tansaníu, Tonga, Sambíu og Simbabve. Takmarkanirnar snúa bæði að fólki sem villa flytja til Bandaríkjanna eða ferðast þangað í öðrum tilgangi. Vísa til spillingar og annarra vandræða Í skipun Trumps segir að fólk frá þessum ríkjum sem hafi þegar fengið vegabréfsáritun, dvelji með löglegum hætti í Bandaríkjunum, erindrekar, íþróttamenn og aðrir sem taldir eru þjóna hagsmunum Bandaríkjanna séu undanþegnir þessum nýju takmörkunum. Í skipuninni segir einnig að í mörgum af þessum ríkjum sé spilling mikil og það geri yfirvöldum í Bandaríkjunum erfitt að ganga úr skugga um að menn þaðan séu þeir sem þeir segist vera. Þá hafi margir frá þessum ríkjum dvalið lengur í Bandaríkjunum en þeir mega og ráðamenn þeirra neitað að taka aftur við fólki þaðan. Forsvarsmenn réttindasamtaka innflytjenda í Bandaríkjunum segja breytingarnar ekkert hafa með þjóðaröryggi að gera. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. 17. desember 2025 07:30 Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. 16. desember 2025 16:58 Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Er það í kjölfar þess að maður frá Afganistan skaut tvo hermenn í Washington DC fyrr í mánuðinum. Annar hermaðurinn lét lífið en eftir það tilkynntu bandarískir embættismenn að til stæði að grípa til einhverskonar aðgerða, eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar. Um er að ræða viðbót við takmarkanir sem Trump beitti fyrr á árinu en þær svipuðu mjög til múslimabannsins svokallaða, af Trump sjálfum, frá fyrra kjörtímabili hans. Trump tilkynnti í júní að fólki frá tólf ríkjum yrði meinað að koma til Bandaríkjanna og fólk frá sjö ríkjum stæði frammi fyrir takmörkunum. Tólf ríkin voru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Ríkin sjö voru Búrúndí, Kúba, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela. Nú er búið að bæta töluvert á listann. Fólki frá Búrkína Fasó, Malí, Níger, Suður-Súdan, Sýrlandi og Palestínu hefur alfarið verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafa takmarkanir verið settar á fólk frá Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Fílabeinsströndinni, Dóminíku, Gabon, Gambíu, Malaví, Máritaníu, Nígeríu, Senegal, Tansaníu, Tonga, Sambíu og Simbabve. Takmarkanirnar snúa bæði að fólki sem villa flytja til Bandaríkjanna eða ferðast þangað í öðrum tilgangi. Vísa til spillingar og annarra vandræða Í skipun Trumps segir að fólk frá þessum ríkjum sem hafi þegar fengið vegabréfsáritun, dvelji með löglegum hætti í Bandaríkjunum, erindrekar, íþróttamenn og aðrir sem taldir eru þjóna hagsmunum Bandaríkjanna séu undanþegnir þessum nýju takmörkunum. Í skipuninni segir einnig að í mörgum af þessum ríkjum sé spilling mikil og það geri yfirvöldum í Bandaríkjunum erfitt að ganga úr skugga um að menn þaðan séu þeir sem þeir segist vera. Þá hafi margir frá þessum ríkjum dvalið lengur í Bandaríkjunum en þeir mega og ráðamenn þeirra neitað að taka aftur við fólki þaðan. Forsvarsmenn réttindasamtaka innflytjenda í Bandaríkjunum segja breytingarnar ekkert hafa með þjóðaröryggi að gera.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. 17. desember 2025 07:30 Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. 16. desember 2025 16:58 Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú sett hafnbann á öll olíuflutningaskip til og frá Venesúela sem sæta refsiaðgerðum. 17. desember 2025 07:30
Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Susie Wiles, starfsmannastjóri Donalds Trump í Hvíta húsinu, segir að grein sem Vanity Fair birti í dag og byggir á þó nokkrum viðtölum sem hún fór í á árinu, hafi verið óheiðarlega framreidd. Í greininni fer hún ófögrum orðum um ýmsa í ríkisstjórn Trumps og bandamenn eins og JD Vance, Russell Vougth, Pam Bondi og Elon Musk. Þá líkti hún Trump sjálfum við alkóhólista. 16. desember 2025 16:58
Brestir í MAGA-múrnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að halda nærri því vikulega fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. Gjá er sögð hafa myndast milli forsetans og flestra stuðningsmanna hans í MAGA-hreyfingunni, þó þeir standi enn við bakið á honum. Þessa gjá er forsetinn sagður vilja brúa. 16. desember 2025 14:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila