Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 22:00 Hildur María með þeim feðgum Baldri Kára og Hilmari. Hinir nýbökuðu foreldrar Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. Fáir hafa meira í fréttum síðustu vikurnar en þríeykið í framlínu almannavarna – þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Veislan færð yfir í netheima Hildur María segir í samtali við Vísi að þegar ljóst var að ekki væri hægt að halda skírnarveisluna líkt og upphaflega var ætlað vegna samkomubannsins sem nú er í gildi var ákveðið að nýta tæknina og halda veisluna í netheimum. „Við vorum upphaflega búin að ákveða að hafa sextíu til sjötíu manna veislu, en svo kom systir mín með þá hugmynd að vera með rafræna veislu í beinni á Facebook. Foreldrar mínir búa líka erlendis svo þetta var bara mjög góð lending,“ segir Hildur María. Farið í hengimann Hún segir að þau hafi bara verið saman þrjú heima en að gestirnir hafi margir klætt sig upp og tengt tölvuna við sjónvarpið og gert svolítið úr þessu. Þegar kom að því að tilkynna um nafnið hafi þau ákveðið að fara í hengimann með gestunum sem giskuðu svo á stafi. „Það vantaði hins vegar smá fútt í þetta svo við fórum þessa leið. Sögðum að það væru átta stafir í fornafninu og fimm í millinafninu. Svo komu stafirnir hver á fætur öðrum þar til að nafnið Þórólfur Víðir var komið á spjaldið. Mér fannst ég geta haldið andliti mjög lengi, en vinkonur mínar héldu að ég væri búin að missa vitið. Að nefna í höfuðið á Þórólfi og Víði í ljósi ástandsins. Þórólfur Víðir er fallegt nafn en það væri úr karakter hjá okkur að nefna strákinn okkar það. Ég varð alveg að segja „djók“ nokkrum sinnum eftir þetta til að fá gestina til að skilja.“ Hilmar heitir hann! Skírður í höfuðið á afa Þau Hildur María og Baldur Kára greindu loks gestunum frá því að drengurinn hafi verið nefndur í höfuðið á föður Hildar og fengið nafnið Hilmar Haarde Baldursson. „Þetta endaði sem mjög skemmtilegur dagur. Við sáum auðvitað fyrir okkur öðruvísi veislu en stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og maður áætlar en það er mikilvægt að missa ekki móðinn og gera gott úr þeim sem aðstæðum eru. Sérstaklega mikilvægt að missa ekki móðinn í því astandi sem varir núna og sjá björtu hliðarnar líka. Það er svo dásamlegt að geta notað tæknina á þennan hátt og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þrátt fyrir allt getað deilt þessum degi með okkar nánasta fólki. Mæli með svona rafrænni nafnatilkynningu – skemmtileg tilbreyting og litli Hilmar var ótrúlega sáttur og rólegur með þetta allt,“ segir Hildur María að lokum. Hildur María, Baldur Kári og Hilmar. Reykjavík Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Hinir nýbökuðu foreldrar Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. Fáir hafa meira í fréttum síðustu vikurnar en þríeykið í framlínu almannavarna – þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Veislan færð yfir í netheima Hildur María segir í samtali við Vísi að þegar ljóst var að ekki væri hægt að halda skírnarveisluna líkt og upphaflega var ætlað vegna samkomubannsins sem nú er í gildi var ákveðið að nýta tæknina og halda veisluna í netheimum. „Við vorum upphaflega búin að ákveða að hafa sextíu til sjötíu manna veislu, en svo kom systir mín með þá hugmynd að vera með rafræna veislu í beinni á Facebook. Foreldrar mínir búa líka erlendis svo þetta var bara mjög góð lending,“ segir Hildur María. Farið í hengimann Hún segir að þau hafi bara verið saman þrjú heima en að gestirnir hafi margir klætt sig upp og tengt tölvuna við sjónvarpið og gert svolítið úr þessu. Þegar kom að því að tilkynna um nafnið hafi þau ákveðið að fara í hengimann með gestunum sem giskuðu svo á stafi. „Það vantaði hins vegar smá fútt í þetta svo við fórum þessa leið. Sögðum að það væru átta stafir í fornafninu og fimm í millinafninu. Svo komu stafirnir hver á fætur öðrum þar til að nafnið Þórólfur Víðir var komið á spjaldið. Mér fannst ég geta haldið andliti mjög lengi, en vinkonur mínar héldu að ég væri búin að missa vitið. Að nefna í höfuðið á Þórólfi og Víði í ljósi ástandsins. Þórólfur Víðir er fallegt nafn en það væri úr karakter hjá okkur að nefna strákinn okkar það. Ég varð alveg að segja „djók“ nokkrum sinnum eftir þetta til að fá gestina til að skilja.“ Hilmar heitir hann! Skírður í höfuðið á afa Þau Hildur María og Baldur Kára greindu loks gestunum frá því að drengurinn hafi verið nefndur í höfuðið á föður Hildar og fengið nafnið Hilmar Haarde Baldursson. „Þetta endaði sem mjög skemmtilegur dagur. Við sáum auðvitað fyrir okkur öðruvísi veislu en stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og maður áætlar en það er mikilvægt að missa ekki móðinn og gera gott úr þeim sem aðstæðum eru. Sérstaklega mikilvægt að missa ekki móðinn í því astandi sem varir núna og sjá björtu hliðarnar líka. Það er svo dásamlegt að geta notað tæknina á þennan hátt og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þrátt fyrir allt getað deilt þessum degi með okkar nánasta fólki. Mæli með svona rafrænni nafnatilkynningu – skemmtileg tilbreyting og litli Hilmar var ótrúlega sáttur og rólegur með þetta allt,“ segir Hildur María að lokum. Hildur María, Baldur Kári og Hilmar.
Reykjavík Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira