Steypubílsþjófurinn grunaður um aðild að brunanum á Pablo Discobar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:46 Eldur kom upp á Pablo Discobar. vísir Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tilkynning um eld á efstu hæð Pablo Discobars, sem stendur við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, barst rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rjúfa þurfti þak hússins. Einn maður var handtekinn á vettvangi. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi í nótt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að maðurinn sem handtekinn var sé grunaður um aðild að brunanum. Ekki er enn vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglu hefur verið við rannsókn á vettvangi í dag. Farið verður yfir ýmis gögn, m.a. upptökur úr öryggismyndavélum við staðinn. Þá stóð til að taka skýrslu af manninum nú síðdegis. Að neðan má sjá myndband af vettvangi í nótt þar sem karlmaður er á leiðinni niður stiga bakdyramegin á Pablo Discobar. Fólk heyrist öskra á manninn. Talsvert tjón varð á húsnæði Pablo Discobars vegna brunans, að sögn Guðmundar Páls. Vísir hefur ekki náð í eigendur staðarins í dag. Eftirför eftir Sæbraut lauk við Kleppsveg Það var á miðvikudag í síðustu viku sem fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af steypubílsstuldinum. Þá um morguninn stal maðurinn steypubíl fullum af steypu á byggingasvæði við Vitastíg. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu og eftirför lögreglu. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, þar sem sjónarvottur fylgir lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni. Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27 Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tilkynning um eld á efstu hæð Pablo Discobars, sem stendur við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, barst rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rjúfa þurfti þak hússins. Einn maður var handtekinn á vettvangi. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi í nótt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að maðurinn sem handtekinn var sé grunaður um aðild að brunanum. Ekki er enn vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglu hefur verið við rannsókn á vettvangi í dag. Farið verður yfir ýmis gögn, m.a. upptökur úr öryggismyndavélum við staðinn. Þá stóð til að taka skýrslu af manninum nú síðdegis. Að neðan má sjá myndband af vettvangi í nótt þar sem karlmaður er á leiðinni niður stiga bakdyramegin á Pablo Discobar. Fólk heyrist öskra á manninn. Talsvert tjón varð á húsnæði Pablo Discobars vegna brunans, að sögn Guðmundar Páls. Vísir hefur ekki náð í eigendur staðarins í dag. Eftirför eftir Sæbraut lauk við Kleppsveg Það var á miðvikudag í síðustu viku sem fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af steypubílsstuldinum. Þá um morguninn stal maðurinn steypubíl fullum af steypu á byggingasvæði við Vitastíg. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu og eftirför lögreglu. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, þar sem sjónarvottur fylgir lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni.
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27 Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55
Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45
Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27
Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30