Verum undirbúin fyrir langhlaup Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 17. mars 2020 17:12 Við erum núna á fyrstu dögum Covid-faraldursins á Íslandi. Líkt og einn af okkar helstu mönnum þessa dagana, Víðir Reynisson sagði í Bítinu í gær, verður þetta vonandi þannig að við „tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land.“ Það er því ljóst að við erum stödd í miðju langhlaupi sem mun taka á fólk og fyrirtæki með víðtækum efnahagslegum afleiðingum. Reykjavíkurborg þarf fyrst og fremst að tryggja, eins og hægt er, að halda samfélaginu gangandi. Að velferðarsvið haldi órofinni þjónustu fyrir viðkvæma hópa; börn, aldraða og fatlaða. Að börn og ungmenni geti sótt skóla og leikskóla. Neyðarstjórn borgarinnar hefur unnið að því að tryggja þessu órofnu þjónustu, í samvinnu við sóttvarnarlækni og almannavörnum og mun halda því áfram. Fyrst í stað munu efnahagslegu áhrifin birtast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem verslun og þjónustu vegna þess að lönd eru að lokast og ferðamönnum að fækka. Fljótlega munum við einnig sjá neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vegna nauðsynlegra tímabundinna sóttvarnaraðgerða, svo sem vegna víðtækra sóttkvía. Þetta áfall á hagkerfið kemur í kjölfar kólnunar síðustu mánaða. Neyðarstjórn Reykjavíkur setti strax af stað teymi, undir forystu fjármálastjóra, til að hefja nauðsynlega greiningu til að undirbúa ákvarðanir og áætlanagerð. Áætlanagerðin þarf að vera vel undirbúin, því hættan er að í krísuástandi sé stokkið á töfralausnir, frekar en að finna vel ígrundaðar lausnir. Í borgarstjórn í dag töluðu fulltrúar allra flokka um mikilvægi samstöðu á tímum sem þessum. Undir það tek ég. Við þurfum öll að standa saman og vera jákvæð gagnvart góðum hugmyndum. Borgarráð mun skipa starfshóp til að skipuleggja frekari viðbrögð Reykjavíkurborgar við efnahagslegum afleiðingu á grunni þeirrar niðurstöðu sem teymi neyðarstjórnar hefur unnið að. Það þarf að meta efnahagsáhrif faraldursins á rekstur og fjárhag borgarinnar, bæði til skamms og langs tíma. Það þarf að lista upp og greina mögulegar mótvægisaðgerðir til að til verði efnahagsleg viðbragðsáætlun sem styðji við fólk og fyrirtæki í borginni. Þau viðbrögð mega ekki vera handahófskennd. Sveitarfélögin þurfa líka að vinna saman að viðbrögðum. Því eru unnið að samstilltum viðbrögðum bæði viðbragða allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og að samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkisstjórn og starfshóp ráðuneytisstjóra um efnahagsleg og fjárhagsleg viðbrögð við Covid-19. Næstu vikurnar þurfum við að vinna saman að góðum lausnum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Við erum núna á fyrstu dögum Covid-faraldursins á Íslandi. Líkt og einn af okkar helstu mönnum þessa dagana, Víðir Reynisson sagði í Bítinu í gær, verður þetta vonandi þannig að við „tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land.“ Það er því ljóst að við erum stödd í miðju langhlaupi sem mun taka á fólk og fyrirtæki með víðtækum efnahagslegum afleiðingum. Reykjavíkurborg þarf fyrst og fremst að tryggja, eins og hægt er, að halda samfélaginu gangandi. Að velferðarsvið haldi órofinni þjónustu fyrir viðkvæma hópa; börn, aldraða og fatlaða. Að börn og ungmenni geti sótt skóla og leikskóla. Neyðarstjórn borgarinnar hefur unnið að því að tryggja þessu órofnu þjónustu, í samvinnu við sóttvarnarlækni og almannavörnum og mun halda því áfram. Fyrst í stað munu efnahagslegu áhrifin birtast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem verslun og þjónustu vegna þess að lönd eru að lokast og ferðamönnum að fækka. Fljótlega munum við einnig sjá neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vegna nauðsynlegra tímabundinna sóttvarnaraðgerða, svo sem vegna víðtækra sóttkvía. Þetta áfall á hagkerfið kemur í kjölfar kólnunar síðustu mánaða. Neyðarstjórn Reykjavíkur setti strax af stað teymi, undir forystu fjármálastjóra, til að hefja nauðsynlega greiningu til að undirbúa ákvarðanir og áætlanagerð. Áætlanagerðin þarf að vera vel undirbúin, því hættan er að í krísuástandi sé stokkið á töfralausnir, frekar en að finna vel ígrundaðar lausnir. Í borgarstjórn í dag töluðu fulltrúar allra flokka um mikilvægi samstöðu á tímum sem þessum. Undir það tek ég. Við þurfum öll að standa saman og vera jákvæð gagnvart góðum hugmyndum. Borgarráð mun skipa starfshóp til að skipuleggja frekari viðbrögð Reykjavíkurborgar við efnahagslegum afleiðingu á grunni þeirrar niðurstöðu sem teymi neyðarstjórnar hefur unnið að. Það þarf að meta efnahagsáhrif faraldursins á rekstur og fjárhag borgarinnar, bæði til skamms og langs tíma. Það þarf að lista upp og greina mögulegar mótvægisaðgerðir til að til verði efnahagsleg viðbragðsáætlun sem styðji við fólk og fyrirtæki í borginni. Þau viðbrögð mega ekki vera handahófskennd. Sveitarfélögin þurfa líka að vinna saman að viðbrögðum. Því eru unnið að samstilltum viðbrögðum bæði viðbragða allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og að samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkisstjórn og starfshóp ráðuneytisstjóra um efnahagsleg og fjárhagsleg viðbrögð við Covid-19. Næstu vikurnar þurfum við að vinna saman að góðum lausnum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar