Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 07:33 Fámenni á Times-torgi í New York. Getty Bandarísk heilbrigðis yfirvöld hafa nú skráð 3.953 dauðsföll vegna kórónuveirunnar á einum sólarhring. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskóla, en tímabilið sem um ræðir er frá klukkan þrjú á föstudagsmorgni að íslenskum tíma og til klukkan þrjú um nýliðna nótt. Á sama tímabili, sólarhring fyrr, voru skráð dauðsföll í Bandaríkjunum vegna veirunnar 2.257 talsins. Alls eru nú skráð 37.175 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 710.272 í landinu. Hefur þeim nú fjölgað um 30 þúsund frá í gær, en talið er að einnig sé um að ræða mikinn fjöldi óskráðra smita í bandarísku samfélagi. Alls hafa um 60 þúsund hinna smituðu náð bata. Ef litið er til Bandaríkjanna í heild þá er tíðni dauðsfalla 11,3 á hverja 100 þúsund íbúa. Sé litið til New York borgar, sem farið hefur verst út úr faraldrinum er tíðnin hins vegar 157,4 á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar má nefna að talan á Ítalíu er 37,7 á hverja 100 þúsund íbúa, en á Spáni 42,6. Alls hafa verið skráð 13.202 dauðsföll af völdum covid-19 í New York. Dauðsföllin voru skráð 11.477 í gær og efur þeim því fjölgað um 15 prósent á einum sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins hafa verið tekin sýni úr alls 3,6 milljónum manna í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld stefna að því að halda sýnatökum áfram og opna samfélagið á ný í skrefum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Bandarísk heilbrigðis yfirvöld hafa nú skráð 3.953 dauðsföll vegna kórónuveirunnar á einum sólarhring. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskóla, en tímabilið sem um ræðir er frá klukkan þrjú á föstudagsmorgni að íslenskum tíma og til klukkan þrjú um nýliðna nótt. Á sama tímabili, sólarhring fyrr, voru skráð dauðsföll í Bandaríkjunum vegna veirunnar 2.257 talsins. Alls eru nú skráð 37.175 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 710.272 í landinu. Hefur þeim nú fjölgað um 30 þúsund frá í gær, en talið er að einnig sé um að ræða mikinn fjöldi óskráðra smita í bandarísku samfélagi. Alls hafa um 60 þúsund hinna smituðu náð bata. Ef litið er til Bandaríkjanna í heild þá er tíðni dauðsfalla 11,3 á hverja 100 þúsund íbúa. Sé litið til New York borgar, sem farið hefur verst út úr faraldrinum er tíðnin hins vegar 157,4 á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar má nefna að talan á Ítalíu er 37,7 á hverja 100 þúsund íbúa, en á Spáni 42,6. Alls hafa verið skráð 13.202 dauðsföll af völdum covid-19 í New York. Dauðsföllin voru skráð 11.477 í gær og efur þeim því fjölgað um 15 prósent á einum sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins hafa verið tekin sýni úr alls 3,6 milljónum manna í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld stefna að því að halda sýnatökum áfram og opna samfélagið á ný í skrefum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00