Erlent

Kaffilaus fundur í glugga­lausu her­bergi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lars Lokke Rasmussen er utanríkisráðherra Danmerkur.
Lars Lokke Rasmussen er utanríkisráðherra Danmerkur. EPA

Utanríkismálanefnd Danmerkur fundar nú um samskipti sín við Bandaríkin. Stað- og tímasetning fundarins er talin heldur óvenjuleg samkvæmt umfjöllun danskra fjölmiðla.

Fundurinn hófst klukkan sex á dönskum tíma og standa Lars Lokke Rasmussen utanríkisráðherra og Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra að honum. Samkvæmt umfjöllun TV2 er afar óvenjulegt að fundur nefndarinnar sé haldinn svo seint. 

Þá þurfa allir nefndarmenn að skilja farsímana sína eftir frammi og er þeim ekki einu sinni heimilt að taka með sér kaffibolla. Herbergið sem fundað er í er þá gluggalaust.

Til umræðu eru samskipti Danmerkur og Bandaríkjanna en í kjölfar innrásra Bandaríkjamanna í Venesúela þar sem forseti landsins var handtekinn og fluttur úr landi hefur Trump ítrekað mikilvægi þess að Grænland verði hluti af bandarískri grundu.

Fundinum lauk rétt eftir klukkan sjö á íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×