Vildarvinir, jólagjafir og spilling Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. desember 2020 08:31 Nú um jólin fengu eflaust margir ágætis jólagjafir. Flestir hafa þó fengið hóflegri gjafir en ríkisstjórnin og ákveðnir borgarfulltrúar hafa verið að láta sig dreyma um að gefa, því til stendur að hækka frítekjumark fjármagnstekna en einnig hefur aftur verið kastað fram hugmyndinni að selja Gagnaveituna og fjármálaráðherra hefur sagst vera jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka. Fjármálaráðherrann er að vísu sennilega með hugann annarstaðar þessa stundina eftir að hafa alveg óvart endað í fjölmennu partíi og gleymt Covid faraldrinum, svona eins og vill gerast þegar maður er á leiðinni heim oft á tíðum. En það er þó mikilvægt að á sama tíma og að við hin fordæmum athæfi ráðherrans, sem og ríkisstjórnarinnar fyrir að samþykkja slíka hegðun með aðgerðarleysi sínu, að við gleymum ekki öðrum alvarlegum málum. Svo við snúum nú sjónum að jólagjöfunum. Ég er ekki svo gamall að ég muni mikið eftir umræðunum í kringum þær miklu einkavæðingar sem ríkið fór í frá 1990 til lauslega eftir aldamótin. Raunar man ég hreinlega ekki eftir að hafa heyrt af einkavæðingu ríkiseigna sem hafa verið með eindæmum farsælar, þar sem almenningur hefur án nokkurs vafa verið betur settur eftir söluna. Það kann að vera að oft takist vel til og ríkið og sveitarfélög fái „sanngjarnt“ verð en gjarnan virðist vera að eitthvað misfarist í útreikningunum og nánast sé verið að gefa almannaeigur til vildarvina eða taka óþarfa áhættu á kostnað almennings. Þá er stutt á að minnast hvernig fór fyrir einkavæðingu ríkisbankanna yfir í að nú sé svartur kafli í íslenskri sögu nefndur eftir klúðrinu, bankahrunið. Einnig má nefna nýlegri dæmi eins og þegar Landsbankinn, þá aftur í ríkiseigu, seldu þriðjungshlut sinn í Borgun en þau viðskipti fengu heiðurstitilinn „Verstu viðskipti ársins“ frá Vísi, Fréttablaðinu og Stöð 2. Og stundum selur ríkið ekki eignir sínar en vill heldur ekki heimta fyrir þær nema málamynda leigu eins og gert er af kvótanum. Ég er ekki þar með að segja að ríkið eigi að eiga hér alla banka. Ég er einfaldlega að benda á að ef ríkið væri sjóðstjóri hjá fjárfestingarsjóði með ofangreind dæmi á bakinu er ekki víst að margir myndu treysta honum fyrir fleiri eignasölum. Þegar kemur að sölu Gagnaveitunnar frá Reykjavíkurborg þá á ég einstaklega erfitt með að sjá hvernig það kann að vera borgarbúum til hagsbóta að fá einkaaðila, óþarfan millilið, til þess að sjá um ljósleiðarakerfið hér. Gagnaveitan sinnir grunnþjónustu sem almenningur og fyrirtæki reiða sig á og er nauðsynlegt að hafa í nútíma samfélagi. Að selja slíkt fyrirtæki úr almannaeigu í einkaeigu er það að afhenda ákveðnum aðila einokunarstöðu á markaði þar sem neytendur, sem eru núverandi eigendur, geta ekki sagt sig úr með góðu móti. Hvernig á að verðleggja slíka sölu með góðum hætti? Hvernig á að sjá til þess að núverandi eigandi muni ekki sjálfur sitja í súpunni eftir söluna, eins og nokkuð ljóst er að muni gerast þegar einhver vildarvinur verður kominn með eignarhaldið og mun þrýsta upp verðinu á þjónustu Gagnaveitunnar. Ef að þetta er góð hugmynd fyrir Reykjavíkurborg, að selja ljósleiðarakerfið sem fleiri einstaklingar ferðast um og ferðast oftar um heldur en um götur borgarinnar, þá er ég með jafn snjalla hugmynd sem kann að skila nokkrum aurum í kassann í flýti : Seljum Miklubrautina, þarf nokkur að keyra til vinnu hvort eð er með allri fjarvinnunni og Zoom fundunum nú til dags? Mun gjaldtaka víðsvegar á veginum ekki bara stuðla að aukinni hagkvæmni og að veginum sé viðhaldið? Skrípaleikur. En ef við hættum að ræða sölu eigna og tölum um skattaafslætti handa fjármagnseigendum þá á að fara hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150.000kr upp í 300.000kr. M.ö.o. er verið að gera vel við þá sem eiga efni á að fjárfesta. En af hverju ekki að gera á sama tíma jafn vel við þá sem stunda vinnu? Sennilega er hugsunin sú að ástæðulaust sé að gera betur við þá, þeir eru allir þegar að vinna og þurfa því ekki meiri hvata. En það þykir mér ekki mjög sanngjarnt. Ég legg því til viðbót við þessar breytingar á frítekjumarki fjármagnstekna: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að allir þeir sem fullnýta ekki þann skattaafslátt sem frítekjumark fjármagnsteknanna segir til um fá aukinn skattafslátt á launatekjur sínar. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Það hljómar sem skynsamlegri jólagjöf frá ríkinu heldur en að fara gefa innviði og völdum vildarvinum skattaafslætti. Og það væri líka flott fyrir fjármálaráðherra að getað innleitt lög og reglur fyrir alla en ekki bara suma eða ykkur hin, svona í ljósi aðstæðna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú um jólin fengu eflaust margir ágætis jólagjafir. Flestir hafa þó fengið hóflegri gjafir en ríkisstjórnin og ákveðnir borgarfulltrúar hafa verið að láta sig dreyma um að gefa, því til stendur að hækka frítekjumark fjármagnstekna en einnig hefur aftur verið kastað fram hugmyndinni að selja Gagnaveituna og fjármálaráðherra hefur sagst vera jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka. Fjármálaráðherrann er að vísu sennilega með hugann annarstaðar þessa stundina eftir að hafa alveg óvart endað í fjölmennu partíi og gleymt Covid faraldrinum, svona eins og vill gerast þegar maður er á leiðinni heim oft á tíðum. En það er þó mikilvægt að á sama tíma og að við hin fordæmum athæfi ráðherrans, sem og ríkisstjórnarinnar fyrir að samþykkja slíka hegðun með aðgerðarleysi sínu, að við gleymum ekki öðrum alvarlegum málum. Svo við snúum nú sjónum að jólagjöfunum. Ég er ekki svo gamall að ég muni mikið eftir umræðunum í kringum þær miklu einkavæðingar sem ríkið fór í frá 1990 til lauslega eftir aldamótin. Raunar man ég hreinlega ekki eftir að hafa heyrt af einkavæðingu ríkiseigna sem hafa verið með eindæmum farsælar, þar sem almenningur hefur án nokkurs vafa verið betur settur eftir söluna. Það kann að vera að oft takist vel til og ríkið og sveitarfélög fái „sanngjarnt“ verð en gjarnan virðist vera að eitthvað misfarist í útreikningunum og nánast sé verið að gefa almannaeigur til vildarvina eða taka óþarfa áhættu á kostnað almennings. Þá er stutt á að minnast hvernig fór fyrir einkavæðingu ríkisbankanna yfir í að nú sé svartur kafli í íslenskri sögu nefndur eftir klúðrinu, bankahrunið. Einnig má nefna nýlegri dæmi eins og þegar Landsbankinn, þá aftur í ríkiseigu, seldu þriðjungshlut sinn í Borgun en þau viðskipti fengu heiðurstitilinn „Verstu viðskipti ársins“ frá Vísi, Fréttablaðinu og Stöð 2. Og stundum selur ríkið ekki eignir sínar en vill heldur ekki heimta fyrir þær nema málamynda leigu eins og gert er af kvótanum. Ég er ekki þar með að segja að ríkið eigi að eiga hér alla banka. Ég er einfaldlega að benda á að ef ríkið væri sjóðstjóri hjá fjárfestingarsjóði með ofangreind dæmi á bakinu er ekki víst að margir myndu treysta honum fyrir fleiri eignasölum. Þegar kemur að sölu Gagnaveitunnar frá Reykjavíkurborg þá á ég einstaklega erfitt með að sjá hvernig það kann að vera borgarbúum til hagsbóta að fá einkaaðila, óþarfan millilið, til þess að sjá um ljósleiðarakerfið hér. Gagnaveitan sinnir grunnþjónustu sem almenningur og fyrirtæki reiða sig á og er nauðsynlegt að hafa í nútíma samfélagi. Að selja slíkt fyrirtæki úr almannaeigu í einkaeigu er það að afhenda ákveðnum aðila einokunarstöðu á markaði þar sem neytendur, sem eru núverandi eigendur, geta ekki sagt sig úr með góðu móti. Hvernig á að verðleggja slíka sölu með góðum hætti? Hvernig á að sjá til þess að núverandi eigandi muni ekki sjálfur sitja í súpunni eftir söluna, eins og nokkuð ljóst er að muni gerast þegar einhver vildarvinur verður kominn með eignarhaldið og mun þrýsta upp verðinu á þjónustu Gagnaveitunnar. Ef að þetta er góð hugmynd fyrir Reykjavíkurborg, að selja ljósleiðarakerfið sem fleiri einstaklingar ferðast um og ferðast oftar um heldur en um götur borgarinnar, þá er ég með jafn snjalla hugmynd sem kann að skila nokkrum aurum í kassann í flýti : Seljum Miklubrautina, þarf nokkur að keyra til vinnu hvort eð er með allri fjarvinnunni og Zoom fundunum nú til dags? Mun gjaldtaka víðsvegar á veginum ekki bara stuðla að aukinni hagkvæmni og að veginum sé viðhaldið? Skrípaleikur. En ef við hættum að ræða sölu eigna og tölum um skattaafslætti handa fjármagnseigendum þá á að fara hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150.000kr upp í 300.000kr. M.ö.o. er verið að gera vel við þá sem eiga efni á að fjárfesta. En af hverju ekki að gera á sama tíma jafn vel við þá sem stunda vinnu? Sennilega er hugsunin sú að ástæðulaust sé að gera betur við þá, þeir eru allir þegar að vinna og þurfa því ekki meiri hvata. En það þykir mér ekki mjög sanngjarnt. Ég legg því til viðbót við þessar breytingar á frítekjumarki fjármagnstekna: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að allir þeir sem fullnýta ekki þann skattaafslátt sem frítekjumark fjármagnsteknanna segir til um fá aukinn skattafslátt á launatekjur sínar. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Það hljómar sem skynsamlegri jólagjöf frá ríkinu heldur en að fara gefa innviði og völdum vildarvinum skattaafslætti. Og það væri líka flott fyrir fjármálaráðherra að getað innleitt lög og reglur fyrir alla en ekki bara suma eða ykkur hin, svona í ljósi aðstæðna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar