Fulltrúi lögreglu segir í samtali við BBC að enginn grunur sé á að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Fyrirsætan fagnaði fimmtíu ára afmæli á dögunum.
Tennant skaust fram á sjónarsviðið snemma á tíunda áratugnum og birtust myndir af henni í tímaritum á borð við Vogue og Harper's Bazaar. Þá var hún áberandi í auglýsingum fyrir vörumerki á borð við Calvin Klein, Chanel, Jean Paul Gautier og Burberry.
Þá var Tennant hluti af lokahátíð Ólympíuleikanna í London þar sem hún var í sviðsljósinu ásamt fyrirsætunum Kate Moss og Naomi Campbell.
Tennant lét sig umhverfismál varða og sömuleiðis sjálfbærni í fatahönnun. Tennant var gift franska ljósmyndaranum David Lasnet í 21. ár. Þau eignuðust fjögur börn.