Bubbi sendir Seyðfirðingum kveðju og býður þeim öllum á Þorláksmessutónleikana Stefán Árni Pálsson skrifar 21. desember 2020 11:04 Bubbi flutti brot úr laginu Regnbogans stræti. Bubbi Morthens sendir kveðju til Seyðfirðinga eftir atburði síðustu daga og býður þorpsbúum á tónleika. Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“ Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“
Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira