Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2020 12:46 Katrín Jakobsdóttir. Laun hennar sem og annarra ráðherra og þingmanna munu hækka um áramót um 3,4 prósent og svo í sumar aftur um 6,3 prósent. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. Enn stendur til að hækka launin við þingmenn og ráðherra. Vísir greindi frá því nýverið að lögum samkvæmt munu laun þingmanna og ráðherra hækka um næstu áramót um 3,4 prósent. Þau mun hækka aftur í sumar og þá um rúm sex prósent. Tekið var dæmi af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, leiðtoga ríkisstjórnarinnar og foringja stjórnarliðsins. Þessi prósentuhækkun mun þýða 73 þúsund króna launahækkun fyrir hana. Hún fer í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónur. Í sumar, eða 1. júlí nánar tiltekið, mun svo bætast við enn ein hækkunin og ríflegri. Líklega verður hún 6,3 prósent. Það þýðir þá að Katrín mun þá hækka um 140 þúsund krónur í launum og fer í 2.362.408 krónur. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu. Hagstofan hefur birt launatölur fyrir fyrstu 8 mánuði ársins og miðað við þær gæti sú hækkun legið á bilinu 5,5 prósent til 7,5 prósent. Því var sett áætlun um 6,3 prósent hækkun í launamatið fyrir 1 júlí á næsta ári. Sú hækkun er þó óvissu háð. Aðallega vegna þess að einungis er búið að birta tölur fyrir átta af tólf mánuðum ársins en líka vegna þess að útgreiðslur afturvirkar hækkana gætu mögulega haft tímabundnar truflanir á útreikningi vísitölunnar. Vill að launin verði fryst næsta kjörtímabil Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði þetta að umtalsefni á Alþingi í vikunni. Hann leggur það til að laun kjörinna fulltrúa myndu bara hækka á kjördag og ekkert þar á milli. Launin væru nógu há til þess að þurfa ekki að elta einstaka kjarasveiflur. Í minnisblaðinu kemur fram að til standi að hækka laun þingheims alls í sumar. Píratar, einkum Björn Leví og svo Jón Þór Ólafsson, hafa talið launahækkanir þingmanna hina mestu ósvinnu og barist gegn þeim. Björn Leví segir í samtali við Vísi að boltinn sé hjá ríkisstjórninni. Hún, og Alþingi, hafi ekki fallist á tillögu Pírata um að fella þessar hækkanir niður á sínum tíma. „En vandamálið er til staðar og ég kom með hugmynd að lausn sem snýst um að hækka ekkert laun þingmanna og ráðherra allt næsta kjörtímabil. Láta þessa sjálfvirku leiðréttingu, eins og lögin eru núna, gerast þegar eru kosningar. Allir sem bjóða sig fram til þings að þessi verði launin fyrir þingmenn og ráðherra næsta kjörtímabil og þannig verði það bara. Enginn freistnivandi eða þannig, fólk veit það að launin verða uppfærð í þetta og þannig verði það.“ Laun þingmanna eru andskotans nógu há Meðan fjöldi manna á hinum almenna vinnumarkaði þurfa að bíta úr nálinni með Covid-kreppuna sitja opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn í vari. Þeir virðast samkvæmt þessu ónæmir fyrir því að ýmsir eru að missa lífsviðurværi sitt? „Já, það er viðkvæmt að snerta á þessu. Pólitísk afskipti af eigin launum, bæði í plús og mínus, en það hefur verið ríkur skilningur fyrir því í ákveðnu ástandi að … kjörnir fulltrúar væru að sýna smá frumkvæði og fordæmi í takti við þær aðstæður.“ Björn Leví leggur það til að laun þingmanna verði fastsett fyrir næsta kjörtímabil. Laun þingmanna séu alveg nógu há og þurfi ekki að fylgja verðlagsbreytingum. Sífelldar launahækkanir þingmanna sé ávísun á vantraust á þingið og þar er ekki úr háum söðli að falla.visir/vilhelm Björn Levís segir að þessi hækkun sé ekki beinlínis til þess fallin að auka tiltrú á alþingi. En 25. september, þremur mánuðum eftir að hækkunin kemur til framkvæmda, stendur til að kjósa. Björn Leví vill þá að launin liggi fyrir og þau verði fastsett. „Launin eru andskotans nógu há svo það skiptir ekki máli. Geta alveg þolað það að fylgja ekki launaþróun. Það til dæmis er alveg góð ástæða til að hafa þetta fyrirkomulag, fastsetja þetta um kosningar og hafa óbreytt út kjörtímabilið. Þingmenn eru ekkert komnir uppá einhverja launaþróun eða hungurmörk eins og fólk sem býr við lægstu launin. Þingmenn eru ekki í þeirri stöðu.“ Ástæða fyrir vantrausti á stjórnmálafólk Björn Leví segir að þegar laun þingmanna hækkuðu ótæpilega, strax eftir kosningar 2016, hafi sú ákvörðun verið svívirðileg af hálfu Kjararáðs. Að þingið gerði ekkert í því annað en að leggja ráðið niður en halda laununum var ekki ábyrgt í ljósi þess að samningar voru lausir á vinnumarkaði. Fyrir lá að þetta væri til að hleypa þar öllu í uppnám. „Það var örugglega pólitískur stuðningur þar að baki og jafnvel hvatning,“ segir Björn Leví um hina umdeildu ákvörðun kjararáðs. „Svo grafa þau sig í holu, bíða eftir því að moldviðrið fari hjá en samfélagið er ekki alveg á þeim stað og það var. Þökk sé internetinu er ekki hægt að reiða sig á gullfiskaminni almennings. En þau vildu bíða þetta af sér og halda svo ótrauð áfram. Meðal annars þess vegna sem traust á stjórnmálum er eins lítið og raun ber vitni. Svona mál eru aldrei kláruð.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Enn stendur til að hækka launin við þingmenn og ráðherra. Vísir greindi frá því nýverið að lögum samkvæmt munu laun þingmanna og ráðherra hækka um næstu áramót um 3,4 prósent. Þau mun hækka aftur í sumar og þá um rúm sex prósent. Tekið var dæmi af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, leiðtoga ríkisstjórnarinnar og foringja stjórnarliðsins. Þessi prósentuhækkun mun þýða 73 þúsund króna launahækkun fyrir hana. Hún fer í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónur. Í sumar, eða 1. júlí nánar tiltekið, mun svo bætast við enn ein hækkunin og ríflegri. Líklega verður hún 6,3 prósent. Það þýðir þá að Katrín mun þá hækka um 140 þúsund krónur í launum og fer í 2.362.408 krónur. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu. Hagstofan hefur birt launatölur fyrir fyrstu 8 mánuði ársins og miðað við þær gæti sú hækkun legið á bilinu 5,5 prósent til 7,5 prósent. Því var sett áætlun um 6,3 prósent hækkun í launamatið fyrir 1 júlí á næsta ári. Sú hækkun er þó óvissu háð. Aðallega vegna þess að einungis er búið að birta tölur fyrir átta af tólf mánuðum ársins en líka vegna þess að útgreiðslur afturvirkar hækkana gætu mögulega haft tímabundnar truflanir á útreikningi vísitölunnar. Vill að launin verði fryst næsta kjörtímabil Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerði þetta að umtalsefni á Alþingi í vikunni. Hann leggur það til að laun kjörinna fulltrúa myndu bara hækka á kjördag og ekkert þar á milli. Launin væru nógu há til þess að þurfa ekki að elta einstaka kjarasveiflur. Í minnisblaðinu kemur fram að til standi að hækka laun þingheims alls í sumar. Píratar, einkum Björn Leví og svo Jón Þór Ólafsson, hafa talið launahækkanir þingmanna hina mestu ósvinnu og barist gegn þeim. Björn Leví segir í samtali við Vísi að boltinn sé hjá ríkisstjórninni. Hún, og Alþingi, hafi ekki fallist á tillögu Pírata um að fella þessar hækkanir niður á sínum tíma. „En vandamálið er til staðar og ég kom með hugmynd að lausn sem snýst um að hækka ekkert laun þingmanna og ráðherra allt næsta kjörtímabil. Láta þessa sjálfvirku leiðréttingu, eins og lögin eru núna, gerast þegar eru kosningar. Allir sem bjóða sig fram til þings að þessi verði launin fyrir þingmenn og ráðherra næsta kjörtímabil og þannig verði það bara. Enginn freistnivandi eða þannig, fólk veit það að launin verða uppfærð í þetta og þannig verði það.“ Laun þingmanna eru andskotans nógu há Meðan fjöldi manna á hinum almenna vinnumarkaði þurfa að bíta úr nálinni með Covid-kreppuna sitja opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn í vari. Þeir virðast samkvæmt þessu ónæmir fyrir því að ýmsir eru að missa lífsviðurværi sitt? „Já, það er viðkvæmt að snerta á þessu. Pólitísk afskipti af eigin launum, bæði í plús og mínus, en það hefur verið ríkur skilningur fyrir því í ákveðnu ástandi að … kjörnir fulltrúar væru að sýna smá frumkvæði og fordæmi í takti við þær aðstæður.“ Björn Leví leggur það til að laun þingmanna verði fastsett fyrir næsta kjörtímabil. Laun þingmanna séu alveg nógu há og þurfi ekki að fylgja verðlagsbreytingum. Sífelldar launahækkanir þingmanna sé ávísun á vantraust á þingið og þar er ekki úr háum söðli að falla.visir/vilhelm Björn Levís segir að þessi hækkun sé ekki beinlínis til þess fallin að auka tiltrú á alþingi. En 25. september, þremur mánuðum eftir að hækkunin kemur til framkvæmda, stendur til að kjósa. Björn Leví vill þá að launin liggi fyrir og þau verði fastsett. „Launin eru andskotans nógu há svo það skiptir ekki máli. Geta alveg þolað það að fylgja ekki launaþróun. Það til dæmis er alveg góð ástæða til að hafa þetta fyrirkomulag, fastsetja þetta um kosningar og hafa óbreytt út kjörtímabilið. Þingmenn eru ekkert komnir uppá einhverja launaþróun eða hungurmörk eins og fólk sem býr við lægstu launin. Þingmenn eru ekki í þeirri stöðu.“ Ástæða fyrir vantrausti á stjórnmálafólk Björn Leví segir að þegar laun þingmanna hækkuðu ótæpilega, strax eftir kosningar 2016, hafi sú ákvörðun verið svívirðileg af hálfu Kjararáðs. Að þingið gerði ekkert í því annað en að leggja ráðið niður en halda laununum var ekki ábyrgt í ljósi þess að samningar voru lausir á vinnumarkaði. Fyrir lá að þetta væri til að hleypa þar öllu í uppnám. „Það var örugglega pólitískur stuðningur þar að baki og jafnvel hvatning,“ segir Björn Leví um hina umdeildu ákvörðun kjararáðs. „Svo grafa þau sig í holu, bíða eftir því að moldviðrið fari hjá en samfélagið er ekki alveg á þeim stað og það var. Þökk sé internetinu er ekki hægt að reiða sig á gullfiskaminni almennings. En þau vildu bíða þetta af sér og halda svo ótrauð áfram. Meðal annars þess vegna sem traust á stjórnmálum er eins lítið og raun ber vitni. Svona mál eru aldrei kláruð.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira