Opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur um aðgengi tíðarvara í grunn- og framhaldsskólum Hekla Rist, Anna María Allawawi Sonde, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Saga María Sæþórsdóttir skrifa 16. desember 2020 20:30 Kæra Lilja Dögg. Við heitum Anna (14 ára nemandi við Langholtsskóla), Saga (15 ára nemandi við Langholtsskóla), Gunnhildur (18 ára nemandi við Harvard) og Hekla (18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund), og erum 4 ungar stelpur sem höfum verið að fylgjast með umræðum um niðurgreiðslur á tíðavörum á Alþingi og vorum mjög vonsviknar þegar við fréttum það að tillögur um aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum hafi verið felldar aðeins með einu atkvæði í 2. umræðu fjárlaga, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaland okkar, Skotland, var að samþykkja slíka tillögu og ungmenni þar farin að njóta fullu og jöfnu aðgengi að tíðarvörum. Það að ungt fólk og láglaunafólk hafi aðgengi að tíðarvörum er okkar hjartans mál, og höfum við verið að vekja athygli á því á samfélagsmiðlum þar á meðal, Instagram með reikningnum @bleikframtid og á TikTok þar sem tugir þúsunda ungmenna hafa verið að ræða málið um aðgengi á tíðarvörum. Það er ljóst að ungu fólki finnst að því ætti ekki að vera mismunað á því hvort manneskja sé með leg eða ekki, og eru sammála um að allir ættu að fá sama aðgengi að tíðarvörum og klósettpappír. Við erum því að vonast til þess að þú getir tekið málið upp við fjárlaganefnd og hjálpað nefndinni að útfæra hugmyndir Andrés Inga fyrir fólk í grunn- og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár. Þannig getur þú tryggt að strax á næsta ári sitji fólk við sama borð óháð búsetu og fjárhagsstöðu sveitafélags hvað varðar aðgengi að tíðarvörum, og að vörurnar uppfylli gæða- og umhverfiskröfur, en séu líka ódýrar því væntanleg eru stórkaup á þessum vörum. Aðgengi tíðarvara er flókið mál, en með því að byrja á því að gera tíðarvörur jafn aðgengilegar og klósettpappír í grunn- og framhaldsskólum erum við að taka fyrsta skrefið í mikilvægri baráttu fyrir aðgengi að tíðarvörum. Því biðjum við þig Lilja um að ganga í þetta mál og sýna fordæmi á norðurlöndunum hvað varðar aðgengi að tíðarvörum. Við vitum að þingið hefur stuttan tíma til þess að ganga frá þessu, en við vitum að þú skilur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir þúsundir ungs fólks. Gangi þér vel Lilja, við bíðum spennt eftir næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Kær kveðja, Anna María Allawawi Sonde Hekla Rist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Saga María Sæþórsdóttir Og þau fjölmörgu ungmenni sem hafa aðstoðað okkur í baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kæra Lilja Dögg. Við heitum Anna (14 ára nemandi við Langholtsskóla), Saga (15 ára nemandi við Langholtsskóla), Gunnhildur (18 ára nemandi við Harvard) og Hekla (18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund), og erum 4 ungar stelpur sem höfum verið að fylgjast með umræðum um niðurgreiðslur á tíðavörum á Alþingi og vorum mjög vonsviknar þegar við fréttum það að tillögur um aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum hafi verið felldar aðeins með einu atkvæði í 2. umræðu fjárlaga, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaland okkar, Skotland, var að samþykkja slíka tillögu og ungmenni þar farin að njóta fullu og jöfnu aðgengi að tíðarvörum. Það að ungt fólk og láglaunafólk hafi aðgengi að tíðarvörum er okkar hjartans mál, og höfum við verið að vekja athygli á því á samfélagsmiðlum þar á meðal, Instagram með reikningnum @bleikframtid og á TikTok þar sem tugir þúsunda ungmenna hafa verið að ræða málið um aðgengi á tíðarvörum. Það er ljóst að ungu fólki finnst að því ætti ekki að vera mismunað á því hvort manneskja sé með leg eða ekki, og eru sammála um að allir ættu að fá sama aðgengi að tíðarvörum og klósettpappír. Við erum því að vonast til þess að þú getir tekið málið upp við fjárlaganefnd og hjálpað nefndinni að útfæra hugmyndir Andrés Inga fyrir fólk í grunn- og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár. Þannig getur þú tryggt að strax á næsta ári sitji fólk við sama borð óháð búsetu og fjárhagsstöðu sveitafélags hvað varðar aðgengi að tíðarvörum, og að vörurnar uppfylli gæða- og umhverfiskröfur, en séu líka ódýrar því væntanleg eru stórkaup á þessum vörum. Aðgengi tíðarvara er flókið mál, en með því að byrja á því að gera tíðarvörur jafn aðgengilegar og klósettpappír í grunn- og framhaldsskólum erum við að taka fyrsta skrefið í mikilvægri baráttu fyrir aðgengi að tíðarvörum. Því biðjum við þig Lilja um að ganga í þetta mál og sýna fordæmi á norðurlöndunum hvað varðar aðgengi að tíðarvörum. Við vitum að þingið hefur stuttan tíma til þess að ganga frá þessu, en við vitum að þú skilur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir þúsundir ungs fólks. Gangi þér vel Lilja, við bíðum spennt eftir næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Kær kveðja, Anna María Allawawi Sonde Hekla Rist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Saga María Sæþórsdóttir Og þau fjölmörgu ungmenni sem hafa aðstoðað okkur í baráttunni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar