Hjúkrunarheimilin og heimsóknir um jólin Anna Birna Jensdóttir, Eybjörg Hauksdóttir og María Fjóla Harðardóttir skrifa 16. desember 2020 13:00 Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun