Myndir af slysstað sýna að annar bíllinn hafnaði uppi á umferðareyju og á ljósastaur. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu komu bílarnir úr gagnstæðri átt og skullu framan á hvor öðrum. Þrír sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á staðinn.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru ökumenn einir í báðum bílunum. Ekki er vitað um líðan þess sem fluttur var á slysadeild. Báðir bílarnir skemmdust mikið í árekstrinum og voru dregnir burt af slysstað um hádegisbil.
Umferðartafir urðu á svæðinu vegna slyssins en vinnu var lokið á vettvangi fljótlega eftir hádegi.
Fréttin hefur verið uppfærð. Hér fyrir neðan má sjá myndband og myndir af vettvangi í dag.



