Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. desember 2020 12:11 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44