Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Agnar Már Másson skrifar 6. desember 2025 12:02 „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk. „Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifar þingforsetinn í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal. Þórunn lét ófögur orð falla eftir að hún gerði hlé á þingfundi í gær. „Ég er komin með nóg. „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hún gerði tíu mínútna hlé á þingfundi og kallaði til fundar með þingflokksformönnum. Sagði hún þetta eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu stigið í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta. Hitnað í kolunum „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn enn fremur í yfirlýsingunni. Vissulega hefur hitnað í kolunum á þinginu í vikunni. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þeir ætluðu einmitt að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Hann reyndist vera veikur. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurði þá forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Ekki fyrstu ummælin sem vekja hneykslan Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Þórunnar sem hún finnur sig knúna til að biðjast afsökunar á ófögru orðbragði. Árið 2010 bað hún fréttamann RÚV um að „segja frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“ án þess að fatta að hún væri enn í beinni útsendingu. Fréttamaðurinn, Ægir Þór Eysteinsson, sem nú er upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, útskýrði á sínum tíma að þetta hafi mjög greinilega verið grín af hálfu Þórunnar en frændi fréttamannsins hafði reynt að trufla viðtalið. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
„Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifar þingforsetinn í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal. Þórunn lét ófögur orð falla eftir að hún gerði hlé á þingfundi í gær. „Ég er komin með nóg. „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hún gerði tíu mínútna hlé á þingfundi og kallaði til fundar með þingflokksformönnum. Sagði hún þetta eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu stigið í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta. Hitnað í kolunum „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn enn fremur í yfirlýsingunni. Vissulega hefur hitnað í kolunum á þinginu í vikunni. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þeir ætluðu einmitt að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Hann reyndist vera veikur. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurði þá forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Ekki fyrstu ummælin sem vekja hneykslan Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Þórunnar sem hún finnur sig knúna til að biðjast afsökunar á ófögru orðbragði. Árið 2010 bað hún fréttamann RÚV um að „segja frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“ án þess að fatta að hún væri enn í beinni útsendingu. Fréttamaðurinn, Ægir Þór Eysteinsson, sem nú er upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, útskýrði á sínum tíma að þetta hafi mjög greinilega verið grín af hálfu Þórunnar en frændi fréttamannsins hafði reynt að trufla viðtalið.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira