„Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2025 07:58 Robert Örell, forsvarsmaður Transform og fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð. vísir/bjarni Fyrrverandi nýnasisti segir sjálfsvinnu og aukið sjálfstraust hafa bjargað sér frá vítahring haturs og öfga. Hann kynnir nú Exit átakið hér á landi sem veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Hann telur það geta skipt sköpum á Íslandi. Nýtt samstarfsverkefni lögreglu, fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga var kynnt á miðvikudag undir heitinu Exit en það veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Markmiðið er að fangar hverfi frá ofbeldi og afbrotum í skiptum fyrir heilbrigðara líferni Í tilefni þessa flutti félag fanga Afstaða sérfræðing í málefnum sem tengjast úrsögnum úr öfgahópum og ofbeldisfullum glæpasamtökum til landsins til að halda erindi fyrir ýmsa aðila. Hann er fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð og stýrði Exit í í Bandaríkjunum um tíma. „Hugmyndin er að gefa fólki annað tækifæri og hjálpa því að komast aftur inn í samfélagið að því er varðar félagslega aðlögun. Hvernig byggir maður upp nýja, jákvæða félagslega sjálfsmynd og ný félagsleg tengslanet? Einnig hvað varðar hagnýta þáttinn: Hvernig er að búa við lífsstíl glæpa og öfgahyggju og komast aftur í það horf að eiga íbúð og vera í vinnu? Brjóta niður fordóma samfélagsins. “ Robert hefur sjálfur verið endurheimtur úr heimi öfga og haturs en frá fjórtán ára aldri var hann meðlimur nýnasista. Hann segir vandræði í skóla og lítið sjálfstraust eina megin ástæðuna fyrir því að hann leiddist á þá braut. „Ég var virkur í þeim hópi í um fjögur til fimm ár. Heimsmynd hópsins sem ég tilheyrði snerist um yfirburði hvíta kynstofnsins. Við vorum á móti menningarblöndun.“ Sjálfsvinna hafi verið lykillinn að losna úr vítahring ofbeldis og haturs. „Það er frekar fyndið að þegar ég fékk gleraugun mín byrjaði ég að lesa mikið og eftir því sem ég lærði meira um hugmyndafræðina áttaði ég mig líka á því að við lifðum í raun ekki samkvæmt henni. Það var mikið um drykkju, slagsmál og afbrigðilega hegðun. Ég hætti að drekka, byrjaði að æfa og reyndi að bæta lífsstíl minn. Það stakk mjög í stúf við samtökin í heild sinni. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með vini mína og fólkið í kringum mig í hópnum. Þetta leiddi í raun til þess að það brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu.“ Fangelsismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Nýtt samstarfsverkefni lögreglu, fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga var kynnt á miðvikudag undir heitinu Exit en það veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Markmiðið er að fangar hverfi frá ofbeldi og afbrotum í skiptum fyrir heilbrigðara líferni Í tilefni þessa flutti félag fanga Afstaða sérfræðing í málefnum sem tengjast úrsögnum úr öfgahópum og ofbeldisfullum glæpasamtökum til landsins til að halda erindi fyrir ýmsa aðila. Hann er fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð og stýrði Exit í í Bandaríkjunum um tíma. „Hugmyndin er að gefa fólki annað tækifæri og hjálpa því að komast aftur inn í samfélagið að því er varðar félagslega aðlögun. Hvernig byggir maður upp nýja, jákvæða félagslega sjálfsmynd og ný félagsleg tengslanet? Einnig hvað varðar hagnýta þáttinn: Hvernig er að búa við lífsstíl glæpa og öfgahyggju og komast aftur í það horf að eiga íbúð og vera í vinnu? Brjóta niður fordóma samfélagsins. “ Robert hefur sjálfur verið endurheimtur úr heimi öfga og haturs en frá fjórtán ára aldri var hann meðlimur nýnasista. Hann segir vandræði í skóla og lítið sjálfstraust eina megin ástæðuna fyrir því að hann leiddist á þá braut. „Ég var virkur í þeim hópi í um fjögur til fimm ár. Heimsmynd hópsins sem ég tilheyrði snerist um yfirburði hvíta kynstofnsins. Við vorum á móti menningarblöndun.“ Sjálfsvinna hafi verið lykillinn að losna úr vítahring ofbeldis og haturs. „Það er frekar fyndið að þegar ég fékk gleraugun mín byrjaði ég að lesa mikið og eftir því sem ég lærði meira um hugmyndafræðina áttaði ég mig líka á því að við lifðum í raun ekki samkvæmt henni. Það var mikið um drykkju, slagsmál og afbrigðilega hegðun. Ég hætti að drekka, byrjaði að æfa og reyndi að bæta lífsstíl minn. Það stakk mjög í stúf við samtökin í heild sinni. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með vini mína og fólkið í kringum mig í hópnum. Þetta leiddi í raun til þess að það brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu.“
Fangelsismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira