Hinn grenjandi minnihluti Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. desember 2020 13:30 Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Þjóðgarðar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar