Whamageddon 2020: Hvenær dettur þú út? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 22:03 Fólk er misspennt fyrir að heyra Last Christmas í aðdraganda jólanna. Á miðnætti hefjast leikar. Desember gengur í garð og áskorun ársins hefst. Hversu lengi heldur þú út? Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.) Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Whamageddon er leikur fyrir alla fjölskylduna. Hann er einfaldur en þannig vill til að hann krefst aðeins þess að hafa eyrun opin, á sama tíma og maður getur auðveldlega unnið með því að hafa þau harðlokuð. En það væri hálfgert svindl. Áskorunin: Að reyna að endast fram að jólum án þess að heyra Last Christmas í flutningi Wham. Þegar eyrun greina látúnsbarka George Michael er viðkomandi kominn til Whamhallar. Samkvæmt Wikipedia var ein fyrsta útgáfa leiksins „spiluð“ á spjallsvæðinu GTPlanet árið 2010. Nú hafa framtakssamir „Whamfeður“ hins vegar stofnað formlega síðu, Whamageddon.com, þar sem þeir leggja eftirfarandi línur (þýddar og staðfærðar): Regla 1 - Markmiðið er að endast sem lengst fram að jólum án þess að heyra Last Christmas með Wham. Regla 2 - Leikar hefjast 1. desember og þeim lýkur á miðnætti 24. desember. Regla 3 - Leikurinn nær aðeins til UPPRUNALEGU útgáfunnar. Regla 4 - Þegar þú heyrir lagið ertu úr leik. Bónusregla - Þegar það gerist máttu gjarnan segja frá því á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #whamageddon. Ekki vera fáviti-reglan - Það er enginn sem segir að þú megir ekki hringja í mann og annan og blasta Last Christmas í gegnum símann en markmiðið er að ÞÚ endist fram að jólum, ekki að þú takir aðra úr leik. Ekki vera fáviti. Sama leik má leika með önnur margspiluð jólalög, t.d. All I Want For Christmas Is You með Mariah Carey. Þá þykist einn Vísismaður hafa náð aðfangadegi ein jólin án þess að heyra Jólahjól. Sjá einnig Little Drummer Boy Challenge. Gangi þér vel! (Og taktu eftir að fréttinni fylgir EKKI sjálfvirkt YouTube-vídjó af Last Christmas, sbr. Ekki vera fáviti-reglan.)
Jól Tónlist Grín og gaman Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira