„Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 10:29 Það hefur verið lítið að gera hjá Hjálmari í skemmtanabransanum undanfarna daga. Vísir Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur mætti í Bítið til Heimis Karlssonar og Gulla Helga í morgun og ræddi meðal annars stöðuna sem margir skemmtikraftar og listamenn standa fyrir í samkomubanninu. „Allir okkar eiginleikar munu ýkjast alveg svakalega og ég finn það hjá sjálfum mér að ég er orðinn meira kærulaus,“ segir Hjálmar Örn og heldur áfram. „Ég leita meira í grín en ég hef gert. Það getur verið gott en það getur líka verið slæmt. Ég tek þessu mjög alvarlega og þvæ mér oft um hendurnar. Hugsa mjög mikið um þetta. Ég fer algjörlega eftir því sem þetta fólk segir. Finnst það númer eitt, tvö og þrjú. Ég fer ekki eftir því sem DV segir eða einhver í kommentakerfinu. Því það er hagur okkar allra að þetta klárist.“ Fann þetta á sér Ástandið hefur bitnað mikið á öllum skemmtikröftum landsins. „Ég skemmti mikið með Evu Ruza. Við áttum að skemmta á árshátíð 7. mars og ég sagði við hana í lok febrúar að það væri ekki séns að þessi árshátíð yrði. Ég fann það einhvern veginn að þetta væri að byrja. Svo bara frestaðist allt. Þá er ekkert hægt að gera. Hvað á maður að gera? Vera brjálaður og öskra? Ég er mjög einfaldur maður og það er mjög gott að vera einfaldur maður á þessum flóknu tímum. Ég segi að við eigum að leita í grín og tónlist. Það mun koma okkur í gegnum þetta. Þetta verða 50-60 dagar spái ég, ekki að ég sé einhver sérfræðingur." Hjálmar segir að það sé í góðu lagi að gera grín að kórónuveirunni. „Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur. Það munu alveg koma fram grínistar sem gera einhver mistök, við verðum bara að passa okkur að fyrirgefa það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur mætti í Bítið til Heimis Karlssonar og Gulla Helga í morgun og ræddi meðal annars stöðuna sem margir skemmtikraftar og listamenn standa fyrir í samkomubanninu. „Allir okkar eiginleikar munu ýkjast alveg svakalega og ég finn það hjá sjálfum mér að ég er orðinn meira kærulaus,“ segir Hjálmar Örn og heldur áfram. „Ég leita meira í grín en ég hef gert. Það getur verið gott en það getur líka verið slæmt. Ég tek þessu mjög alvarlega og þvæ mér oft um hendurnar. Hugsa mjög mikið um þetta. Ég fer algjörlega eftir því sem þetta fólk segir. Finnst það númer eitt, tvö og þrjú. Ég fer ekki eftir því sem DV segir eða einhver í kommentakerfinu. Því það er hagur okkar allra að þetta klárist.“ Fann þetta á sér Ástandið hefur bitnað mikið á öllum skemmtikröftum landsins. „Ég skemmti mikið með Evu Ruza. Við áttum að skemmta á árshátíð 7. mars og ég sagði við hana í lok febrúar að það væri ekki séns að þessi árshátíð yrði. Ég fann það einhvern veginn að þetta væri að byrja. Svo bara frestaðist allt. Þá er ekkert hægt að gera. Hvað á maður að gera? Vera brjálaður og öskra? Ég er mjög einfaldur maður og það er mjög gott að vera einfaldur maður á þessum flóknu tímum. Ég segi að við eigum að leita í grín og tónlist. Það mun koma okkur í gegnum þetta. Þetta verða 50-60 dagar spái ég, ekki að ég sé einhver sérfræðingur." Hjálmar segir að það sé í góðu lagi að gera grín að kórónuveirunni. „Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur. Það munu alveg koma fram grínistar sem gera einhver mistök, við verðum bara að passa okkur að fyrirgefa það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“