Styttri vinnuvika – ekki bara fyrir fullorðna Berglind Robertson Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:31 Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun