Reykjavík: 0 krónur Sabine Leskopf skrifar 19. nóvember 2020 13:30 Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun