Styttri vinnuvika en engin hlé? Garðar Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun