Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 22:01 Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt. Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“ Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. Reynir Vilhjálmsson hefur á ferli sínum hannað nokkur af helstu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Þar á meðal Miklatún, Fossvogsdal og Laugardal. Hann átti þátt í skipulagi Árbæjar- og Bakkahverfanna, en Árbæjarlónið sáluga skildi þau hverfi að. Orkuveitan ákvað að tæma lónið til frambúðar því árlegar tæmingar vegna laxgengdar þóttu ekki æskilegar lífríkinu. Reynir er verulega ósáttur. „Ég er ekki einn um þá skoðun. Allir mínir nágrannar eru nákvæmlega sömu skoðunar. Sumir alveg miður sín og hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu okkar hérna,“ segir Reynir. Það hafi verið stór hluti af lífi íbúa að fylgjast með álftum vaxa og dafna við lónið. „Árbæjarlóninu fylgir svo mikið lífríki og er svo mikill partur af því að búa hérna. Álftin er eins og gamall frændi sem kemur alltaf á vorin. Og við fylgjumst mjög vel með hvernig henni vegnar. Hvað hún kemur upp mörgum ungum. Svo er hún viðloðandi allan veturinn. Nú sjáum við enga álft. Hún myndi vera á lóninu ef það væri ekki tæmt.“ Hann segir lýðheilsu íbúa svæðisins byggja á náttúrufari í dalnum. „Þegar þú syndir í Árbæjarlaug þá horfir þú niður dalinn og endar niður í þessu lóni. Þú gengur stígana fyrir ofan, undir til dæmis Breiðholtshvarfinu, og horfir niður, þá liggur lónið þarna og breiðir úr sér og það kemur ró yfir sviði. Þú veist það að vatnsflöturinn sækir himininn niður í sig og þannig færðu miklu stærra svið. Þetta hefur geysileg umhverfisáhrif að tæma lónið.“ Stíflan er 100 ára gömul og telur Reynir hana eigi að vernda. „Nú er þetta mannvirki allt friðað og ég spyr bara: Er lónið ekki partur af þessu mannvirki? Getur maður ráðist á svona mannvirki og tæmt það?“ Hann bendir einnig á að þó rafstöðin sem fylgir stíflunni sé ekki keyrð lengur, þá geti komandi tímar þurft á því að halda. „Það eru öll tæki til staðar til að halda raforkunni. Þó það væri ekki bara nema sem sýningargrip. Þetta er ein af okkur stærstu og merkustu minjum um byggð á Reykjavíkursvæðinu. Árbæjarsafnið er hérna við hliðina. Lónið, og rafstöðin og tengingin þar á milli með falltoppnum, þetta þarf að horfa á í samhengi.“
Reykjavík Umhverfismál Orkumál Skipulag Tengdar fréttir Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. 14. júlí 2020 23:31
Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55
Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 31. maí 2019 15:43