Gestir sátu að drykkju einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 07:21 Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Lögregla þurfti að hafa afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Lögregla hafði verið að sinna veikum manni við veitingastaðinn þegar hún kom auga á fólk sitja að drykkju inni á staðnum. Var rætt við starfsmann veitingastaðarins varðandi brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, en samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum ber veitingastöðum með vínveitingaleyfi að loka klukkan 21. Starfsmanninum var tilkynnt að skýrsla yrði rituð um málið. Skömmu fyrir miðnætti þurfti lögregla aftur að hafa afskipti af veitingastað, en þá í Breiðholti. Menn sem komu inn á staðinn höfðu kýlt starfsmann í andlitið en að því er fram kemur í dagbók lögreglu er ekki vitað hverjir gerendur eru. Annar maður var svo handtekinn í Breiðholti um miðnætti, grunaður um húsbrot og eignaspjöll og var hann vistaður í fangageymslu. Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll á tólfta tímanum og var sextán ára unglingur handtekinn á vettvangi. Sá er grunaður um brotinn sem og vörslu fíkniefna, en málið var afgreið með aðkomu Barnaverndar og foreldra unglingsins. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt vegna ýmissa brota.Vísir/Vilhelm Náði myndum þegar ökumaðurinn keyrði burt Ökumaður, sem grunaður er um að hafa valdið umferðaróhappi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, er sagður hafa ekið af vettvangi strax eftir slysið. Hinn ökumaðurinn sem lenti í óhappinu náði þó myndum af bifreiðinni og er málið nú til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af þónokkrum ökumönnum vegna fíkniefnaakstur. Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Nóatún þar sem ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttinda sem og fíkniefnaakstur. Tuttugu mínútum síðar var annar ökumaður stöðvaður á Miklubraut grunaður um sömu brot, ásamt því að hafa haft fíkniefni meðferðis, og sá þriðji stöðvaður rétt fyrir klukkan tíu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á níunda tímanum var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann einnig grunaður um sölu fíkniefna, brot á lyfjalögum sem og vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna, en báðum var sleppt eftir vinnslu málsins. Klukkan hálf fimm í nótt var fimmti ökumaðurinn stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru röng skráningarnúmer á bifreiðinni, sem reyndist jafnframt ótryggð. Lögregla hafði einnig eftirlit með hraðakstri í gærkvöldi og í nótt og var einn stöðvaður á Reykjanesbraut á 122 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn voru stöðvaðir við hraðamælingar á Vesturlandsvegi og í Ártúnsbrekku og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira