Tollamál úti á túni Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 17:53 Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun