Erlent

120 þúsund smit staðfest í Bandaríkjunum í gær

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Staðfest smit á einum sólarhring hafa aldrei verið fleiri. 
Staðfest smit á einum sólarhring hafa aldrei verið fleiri.  Matt Stone/Getty

Fjöldi þeirra sem greindist með kórónuveiruna í Bandaríkjunum í gær hefur aldrei verið meiri, en 120 þúsund smit voru staðfest. Fyrra metið var frá því á miðvikudag þegar 102 þúsund smit voru staðfest og því ljóst að faraldurinn er í mikilli uppsveiflu þar vestra.

Aldrei áður hafa svo margir í einu landi verið greindir smitaðir á einum sólarhring, frá upphafi faraldursins. Rúmlega þúsund létu einnig lífið í gær í Bandaríkjunum af völdum Covid 19 og var það í fjórða sinn í þessari viku sem fjöldinn fer yfir þúsund manns.

Smit í Bandaríkjunum eru nú orðin rúmlega 9,6 milljónir og er þar einnig um met að ræða í þessum faraldri. Hingað til hafa rúmlega 234 þúsund einstaklingar látið lífið af völdum Covid 19 í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×