Þú hefur áhrif á styttingu vinnuvikunnar á þínum vinnustað Árni Stefán Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 10:30 Í síðustu kjarasamningum náðum við hjá Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB þeim langþráða áfanga að stytta vinnuvikuna niður í 36 klst. í dagvinnu og allt að 32 stundum í vaktavinnu hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktirnar. Þessum áfanga ber sannarlega að fagna og það höfum við gert síðan með því að upplýsa félagsfólk um hvernig megi útfæra þessa kjarabót sem best. Stytting vinnuvikunnar er fagnaðarefni á hverjum vinnustað og við sem samfélag ættum að nálgast hana sem slíka líka. Samfélagið okkar mun breytast, til hins betra. Það verður bæði fjölskylduvænna og streituminna, sem er löngu tímabær breyting. Við sjáum það skýrt á niðurstöðum tilraunaverkefna bæði ríkis og borgar, þar sem vinnutíminn var styttur. Þar kom berlega í ljós, að vel er hægt samræma vinnu og einkalíf með breyttu skipulagi og jafnframt halda góðu þjónustustigi. Meira að segja veikindadögum fækkaði og lífsgæði fólks jukust. Þann 1. janúar 2021 munu breytingarnar taka gildi í síðasta lagi. Því er mikilvægt að þeir vinnustaðir sem enn eiga eftir að útfæra styttinguna láti hendur standa fram úr ermum og finni leiðir sem henta. Það er auðvitað áskorun að ætla að breyta þeirri 40 stunda vinnuviku sem við höfum átt að venjast undanfarin 50 ár og mikilvægt að gera það í góðri samvinnu. Það er verk hvers og eins vinnustaðar að finna þessari mikilvægu breytingu farveg og til þess að auðvelda ferlið og tryggja sem bestan árangur, er mynduð svokölluð vinnutímanefnd sem skipuð er fulltrúum starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Nefndin undirbýr breytinguna, endurskipulagningu vikunnar og leiðir samtalið á vinnustaðnum. Þessi vinna er umfram annað samstarfsverkefni, þar sem starfsfólk hefur áhrif og rödd. Samtalið þarf að velta upp nauðsynlegum spurningum eins og til dæmis hvernig bæta megi skipulag vinnunnar, verklag, samvinnu, verkefnadreifingu, stjórnun og vinnubúnað, sem og hvernig megi nýta tæknina betur til að stuðla að styttingu vikunnar. Samtalið felur einnig í sér að leita leiða til að tryggja að starfsfólk geti veitt jafn góða þjónustu og fyrir breytingar. Það er sumsé í höndum hvers vinnustaðar að finna út hvernig fyrirkomulag styttingarinnar á að vera. Á hún að vera tekin út daglega eða vikulega? Hvaða dagar henta best og klukkan hvað? Loks eru tillögur kynntar fyrir starfsfólki og svo kosið. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem stjórnendur og starfsfólk fá að vinna að saman og skipta okkur öll raunverulegu máli. Við styttum vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 - í sameiningu. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu kjarasamningum náðum við hjá Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB þeim langþráða áfanga að stytta vinnuvikuna niður í 36 klst. í dagvinnu og allt að 32 stundum í vaktavinnu hjá þeim sem vinna erfiðustu vaktirnar. Þessum áfanga ber sannarlega að fagna og það höfum við gert síðan með því að upplýsa félagsfólk um hvernig megi útfæra þessa kjarabót sem best. Stytting vinnuvikunnar er fagnaðarefni á hverjum vinnustað og við sem samfélag ættum að nálgast hana sem slíka líka. Samfélagið okkar mun breytast, til hins betra. Það verður bæði fjölskylduvænna og streituminna, sem er löngu tímabær breyting. Við sjáum það skýrt á niðurstöðum tilraunaverkefna bæði ríkis og borgar, þar sem vinnutíminn var styttur. Þar kom berlega í ljós, að vel er hægt samræma vinnu og einkalíf með breyttu skipulagi og jafnframt halda góðu þjónustustigi. Meira að segja veikindadögum fækkaði og lífsgæði fólks jukust. Þann 1. janúar 2021 munu breytingarnar taka gildi í síðasta lagi. Því er mikilvægt að þeir vinnustaðir sem enn eiga eftir að útfæra styttinguna láti hendur standa fram úr ermum og finni leiðir sem henta. Það er auðvitað áskorun að ætla að breyta þeirri 40 stunda vinnuviku sem við höfum átt að venjast undanfarin 50 ár og mikilvægt að gera það í góðri samvinnu. Það er verk hvers og eins vinnustaðar að finna þessari mikilvægu breytingu farveg og til þess að auðvelda ferlið og tryggja sem bestan árangur, er mynduð svokölluð vinnutímanefnd sem skipuð er fulltrúum starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað fyrir sig. Nefndin undirbýr breytinguna, endurskipulagningu vikunnar og leiðir samtalið á vinnustaðnum. Þessi vinna er umfram annað samstarfsverkefni, þar sem starfsfólk hefur áhrif og rödd. Samtalið þarf að velta upp nauðsynlegum spurningum eins og til dæmis hvernig bæta megi skipulag vinnunnar, verklag, samvinnu, verkefnadreifingu, stjórnun og vinnubúnað, sem og hvernig megi nýta tæknina betur til að stuðla að styttingu vikunnar. Samtalið felur einnig í sér að leita leiða til að tryggja að starfsfólk geti veitt jafn góða þjónustu og fyrir breytingar. Það er sumsé í höndum hvers vinnustaðar að finna út hvernig fyrirkomulag styttingarinnar á að vera. Á hún að vera tekin út daglega eða vikulega? Hvaða dagar henta best og klukkan hvað? Loks eru tillögur kynntar fyrir starfsfólki og svo kosið. Þetta er eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem stjórnendur og starfsfólk fá að vinna að saman og skipta okkur öll raunverulegu máli. Við styttum vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 - í sameiningu. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar