Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 12:16 Johnny Depp hefur verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood síðustu árin eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Getty Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum.
Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14
Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23