„Ég ætla ekki að vera til vandræða“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 18:11 Steingrímur J. Sigfússon ætlar að hætta á Alþingi að loknu þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki að hætta vegna þess að ég tel að ég sé orðinn útbrunninn eða að ég sé orðinn leiður á pólitík, heldur einfaldlega vegna þess að ég tel þetta bara góðan tíma fyrir alla viðkomandi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis í samtali við Vísi. Steingrímur greindi frá því í dag að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári en hann hefur setið á þingi í 37 ár. Hann segist áfram vera reiðubúinn að vera félögum sínum í VG innan handar eftir að hann hættir þingmennsku en hann ætli að reyna að vera ekki til vandræða fyrir þá sem taka við keflinu. „Ég hef leitt hugann að þessu af og til, sérstaklega undanfarna mánuði eða undanfarið ár og auðvitað skiptir máli að vita þá að þetta yrði heilt kjörtímabil og aðstæðurnar yrðu góðar til þess að undirbúa þá næstu kosningar og breytingar á framboðslista sem að þetta hefur í för með sér,“ segir Steingrímur. Það hafi ekki átt við árin 2016 og 2017 þegar boðað var óvænt til kosninga með skömmum fyrirvara. „Fyrr eða síðar hlaut nú að koma að þessu og nú er bara góður tímapunktur held ég fyrir mig til að gera þetta og ég kveð mjög sáttur og ánægður og sérstaklega er ég þakklátur fyrir að geta tekið þessa ákvörðun sjálfur á tíma sem að ég tel góðan fyrir mig og fyrir Vinstri græn,“ segir Steingrímur. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákveður að hætta á þessum tímapunkti? „Ég hef séð það að menn hafa dregið þetta of lengi og kannski ferill þeirra hefur farið að daprast ef menn hafa dregið þetta of lengi og kannski tekið áhættuna á því að heilsan fari að gefa sig eða að neistinn slokkni. Það á ekki við um mig,“ svarar Steingrímur. Byrjaði 22 ára 1978 Aðspurður segir hann erfitt að segja til um hvað standi að hans mati upp úr á sínum stjórnmálaferli, fyrst og fremst sé honum ofarlega í huga það traust og sá stuðningur sem hann hafi notið í sínu heimakjördæmi. „Í mínu gamla Norðurlandskjördæmi-eystra og núna Norðausturkjördæmi, mér hefur verið treyst fyrir því að leiða framboðslista 11 sinnum í röð og ég hef verið með í síðustu þrettán alþingiskosningum. Allt frá 1978 þegar ég byrjaði 22 ára gamall og ég get ekki verið annað en þakklátur og stoltur yfir því trausti sem að mér hefur verið sýnt. Þess vegna valdi ég nú þann vettvang til að koma fram með þessa ákvörðun mína á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi, það eru jú félagar mínir þar sem hafa sýnt mér þetta traust og veitt mér umboðið til að vera í stjórnmálunum og þeim vildi ég fyrst segja frá þessu,“ segir Steingrímur en fundurinn fór fram rafrænt í ljósi gildandi samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég ætla ekki að tína til einstaka atburði á þessum langa og viðburðaríka ferli, það verður að finna annan vettvang fyrir það,“ segir Steingrímur sem gerir þó ekki lítið úr þeirri staðreynd að ferill hans hafi í senn verið langur og viðburðaríkur. „Ekki óraði mig fyrir því 2013 þegar við hættum í ríkisstjórn eftir erfiðan tíma að ég ætti enn eftir að vera á vettvangi og ganga í gegnum hluti eins og við erum að gera í dag.“ Ætlar ekki að vera til vandræða Upplifir þú að það hafi orðið kynslóðaskipti í þínum flokki og hefur þú fundið fyrir einhverjum þrýstingi að því leyti? Nú hafa til dæmis tveir þingmenn Vinstri grænna sagt skilið við flokkinn á þessu kjörtímabili, tekur þú það með einhverjum hætti nærri þér? „Það er alltaf miður ef félagar velja að fara aðra leið. Það bara hefur sinn gang. Það væri öllum fyrir bestu að slíkt gerðist þá í góðu og menn héldu aftur að sér með að hreyta einhverjum ónotum því að lífið heldur áfram og pólitíkin heldur áfram. En það hafði engin áhrif á ákvörðun mína og ég var mjög glaður á þessu kjördæmisþingi að margt nýtt fólk er til í slaginn og gefur kost á sér í forval sem að ákveðið var að halda. Þannig að ég kvíði því ekki að maður kemur í manns stað og þetta verður vel mannað hjá okkur,“ svarar Steingrímur. Nú sé það félaga hans í Norðausturkjördæmi að ákveða hver komi í hans stað í sæti oddvita flokksins í kjördæminu. „Ég sagði þeim það líka félögum mínum að ég ætli að hætta þegar ég hætti í þeim skilningi að ég ætla ekki að vera til vandræða fyrir þá sem að við taka. Ég hef líka séð mönnum mistakast það eftir langan stjórnmálaferil að hætta með sæmilegri reisn og sætta sig við að þegar maður er hættur þá er maður hættur og á að sleppa. Það ætla ég að gera. En ég er ekki að fara eitt eða neitt, ég er áfram Vinstri grænn og mun hjálpa til, en ég ætla að reyna að gera það þannig að það verði ekki til vandræða fyrir þá sem að taka við keflinu. Hugsar sér að ganga meira á fjöll og jafnvel stinga niður penna Hvað áttu von á að taki við hjá þér persónulega, hvað er það sem þú helst vilt leggja fyrir þig eftir að þingferli lýkur? „Ég á nú eftir eitt ár og ég ætla auðvitað að sinna mínum skildum sem forseti Alþingis vel og skilja vel við það. Þegar að þingið lýkur störfum í aðdraganda næstu þingkosninga, það er það sem næst tekur við. En þar á eftir kvíði ég ekkert framtíðinni, ef mér endist heilsa og ég fæ góð ár þá á ég heilan haug af áhugamálum sem hafa auðvitað oft þurft að sitja á hakanum í annasömu starfi. Ég læt mig dreyma um að komast meira á fjöll og planta skógi og sinna ýmis konar verkum. Erfiðisvinnu ekki síst ef ég hef heilsu í það, ég hef alltaf haft unun af því að komast í púl og vonandi gefst núna meiri tími til slíkra hluta. Kannski á ég eftir að skrifa eitthvað og reyna að hjálpa til, reyna að leggja eitthvað af mörkum. Ég verð áfram til staðar fyrir mína félaga ef þeir geta notað mig eitthvað.“ Hvernig finnst þér pólitíkin hafa breyst, til hins betra eða til hins verra, frá því að þú hófst þinn feril? „Ég tel að bæði stjórnmálin og auðvitað íslenskt samfélag hafi þróast að langmestu leyti á geisilega jákvæðan hátt og þetta er allt miklu opnara og betra að mínu mati. Þess vegna sárnar mér það þegar menn eru að reyna að draga upp þá mynd, jafnvel enn þann dag í dag að Ísland sé spillt og hér sé ekkert nema klíkuskapur og óheilbrigð nálgun af því tagi. Ég get fullyrt út frá minni reynslu að við höfum tekið risa skref fram á veginn í þeim efnum. Steingrímur léttur í lund ásamt samstarfsfólki sínu á Alþingi við þingsetningu í fyrra.Vísir/Vilhelm Ég get nefnt málasvið, þar sem að við vorum eftirbátar og auðvitað til skammar, sem hafa tekið stórstígum framförum. Ég nefni þar jafnréttismálin, hlut kvenna, hinsegin fólk og réttindi þeirra og ég nefni umhverfismálin þar sem á 15-20 árum hefur verið gagnger breyting. Það var mjög erfitt að tala fyrir þeim málum þegar við vorum á okkar fyrstu árum Vinstri græn, þá er þetta núna tiltölulega óumdeilt. Að þetta er ein mikilvægasti málaflokkur nútímans og framtíðarinnar. Þannig að íslenskt samfélag er eiginlega á allan hátt að mínu mati þroskaðra, heilbrigðara og betra og það gildir líka um stjórnmálin. Þó að þar gangi á ýmsu eins og alltaf vill verða. En við eigum ekki að tala þau niður og Alþingi á ekki að rífa sjálft sig á hol, það má ekki gleyma því hvað margt er vel gert þrátt fyrir að auðvitað verða uppákomur og auðvitað gerast mistök. En það er stóra myndin, það er heildarþróunin sem skiptir máli og ég tel að Íslendingar eigi að vera þakklátir fyrir hana. Hvað við erum í raun og veru, á alla mælikvarða, þroskað og gott velferðarsamfélag,“ segir Steingrímur. Alþingi Vinstri græn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
„Ég er ekki að hætta vegna þess að ég tel að ég sé orðinn útbrunninn eða að ég sé orðinn leiður á pólitík, heldur einfaldlega vegna þess að ég tel þetta bara góðan tíma fyrir alla viðkomandi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis í samtali við Vísi. Steingrímur greindi frá því í dag að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári en hann hefur setið á þingi í 37 ár. Hann segist áfram vera reiðubúinn að vera félögum sínum í VG innan handar eftir að hann hættir þingmennsku en hann ætli að reyna að vera ekki til vandræða fyrir þá sem taka við keflinu. „Ég hef leitt hugann að þessu af og til, sérstaklega undanfarna mánuði eða undanfarið ár og auðvitað skiptir máli að vita þá að þetta yrði heilt kjörtímabil og aðstæðurnar yrðu góðar til þess að undirbúa þá næstu kosningar og breytingar á framboðslista sem að þetta hefur í för með sér,“ segir Steingrímur. Það hafi ekki átt við árin 2016 og 2017 þegar boðað var óvænt til kosninga með skömmum fyrirvara. „Fyrr eða síðar hlaut nú að koma að þessu og nú er bara góður tímapunktur held ég fyrir mig til að gera þetta og ég kveð mjög sáttur og ánægður og sérstaklega er ég þakklátur fyrir að geta tekið þessa ákvörðun sjálfur á tíma sem að ég tel góðan fyrir mig og fyrir Vinstri græn,“ segir Steingrímur. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákveður að hætta á þessum tímapunkti? „Ég hef séð það að menn hafa dregið þetta of lengi og kannski ferill þeirra hefur farið að daprast ef menn hafa dregið þetta of lengi og kannski tekið áhættuna á því að heilsan fari að gefa sig eða að neistinn slokkni. Það á ekki við um mig,“ svarar Steingrímur. Byrjaði 22 ára 1978 Aðspurður segir hann erfitt að segja til um hvað standi að hans mati upp úr á sínum stjórnmálaferli, fyrst og fremst sé honum ofarlega í huga það traust og sá stuðningur sem hann hafi notið í sínu heimakjördæmi. „Í mínu gamla Norðurlandskjördæmi-eystra og núna Norðausturkjördæmi, mér hefur verið treyst fyrir því að leiða framboðslista 11 sinnum í röð og ég hef verið með í síðustu þrettán alþingiskosningum. Allt frá 1978 þegar ég byrjaði 22 ára gamall og ég get ekki verið annað en þakklátur og stoltur yfir því trausti sem að mér hefur verið sýnt. Þess vegna valdi ég nú þann vettvang til að koma fram með þessa ákvörðun mína á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi, það eru jú félagar mínir þar sem hafa sýnt mér þetta traust og veitt mér umboðið til að vera í stjórnmálunum og þeim vildi ég fyrst segja frá þessu,“ segir Steingrímur en fundurinn fór fram rafrænt í ljósi gildandi samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég ætla ekki að tína til einstaka atburði á þessum langa og viðburðaríka ferli, það verður að finna annan vettvang fyrir það,“ segir Steingrímur sem gerir þó ekki lítið úr þeirri staðreynd að ferill hans hafi í senn verið langur og viðburðaríkur. „Ekki óraði mig fyrir því 2013 þegar við hættum í ríkisstjórn eftir erfiðan tíma að ég ætti enn eftir að vera á vettvangi og ganga í gegnum hluti eins og við erum að gera í dag.“ Ætlar ekki að vera til vandræða Upplifir þú að það hafi orðið kynslóðaskipti í þínum flokki og hefur þú fundið fyrir einhverjum þrýstingi að því leyti? Nú hafa til dæmis tveir þingmenn Vinstri grænna sagt skilið við flokkinn á þessu kjörtímabili, tekur þú það með einhverjum hætti nærri þér? „Það er alltaf miður ef félagar velja að fara aðra leið. Það bara hefur sinn gang. Það væri öllum fyrir bestu að slíkt gerðist þá í góðu og menn héldu aftur að sér með að hreyta einhverjum ónotum því að lífið heldur áfram og pólitíkin heldur áfram. En það hafði engin áhrif á ákvörðun mína og ég var mjög glaður á þessu kjördæmisþingi að margt nýtt fólk er til í slaginn og gefur kost á sér í forval sem að ákveðið var að halda. Þannig að ég kvíði því ekki að maður kemur í manns stað og þetta verður vel mannað hjá okkur,“ svarar Steingrímur. Nú sé það félaga hans í Norðausturkjördæmi að ákveða hver komi í hans stað í sæti oddvita flokksins í kjördæminu. „Ég sagði þeim það líka félögum mínum að ég ætli að hætta þegar ég hætti í þeim skilningi að ég ætla ekki að vera til vandræða fyrir þá sem að við taka. Ég hef líka séð mönnum mistakast það eftir langan stjórnmálaferil að hætta með sæmilegri reisn og sætta sig við að þegar maður er hættur þá er maður hættur og á að sleppa. Það ætla ég að gera. En ég er ekki að fara eitt eða neitt, ég er áfram Vinstri grænn og mun hjálpa til, en ég ætla að reyna að gera það þannig að það verði ekki til vandræða fyrir þá sem að taka við keflinu. Hugsar sér að ganga meira á fjöll og jafnvel stinga niður penna Hvað áttu von á að taki við hjá þér persónulega, hvað er það sem þú helst vilt leggja fyrir þig eftir að þingferli lýkur? „Ég á nú eftir eitt ár og ég ætla auðvitað að sinna mínum skildum sem forseti Alþingis vel og skilja vel við það. Þegar að þingið lýkur störfum í aðdraganda næstu þingkosninga, það er það sem næst tekur við. En þar á eftir kvíði ég ekkert framtíðinni, ef mér endist heilsa og ég fæ góð ár þá á ég heilan haug af áhugamálum sem hafa auðvitað oft þurft að sitja á hakanum í annasömu starfi. Ég læt mig dreyma um að komast meira á fjöll og planta skógi og sinna ýmis konar verkum. Erfiðisvinnu ekki síst ef ég hef heilsu í það, ég hef alltaf haft unun af því að komast í púl og vonandi gefst núna meiri tími til slíkra hluta. Kannski á ég eftir að skrifa eitthvað og reyna að hjálpa til, reyna að leggja eitthvað af mörkum. Ég verð áfram til staðar fyrir mína félaga ef þeir geta notað mig eitthvað.“ Hvernig finnst þér pólitíkin hafa breyst, til hins betra eða til hins verra, frá því að þú hófst þinn feril? „Ég tel að bæði stjórnmálin og auðvitað íslenskt samfélag hafi þróast að langmestu leyti á geisilega jákvæðan hátt og þetta er allt miklu opnara og betra að mínu mati. Þess vegna sárnar mér það þegar menn eru að reyna að draga upp þá mynd, jafnvel enn þann dag í dag að Ísland sé spillt og hér sé ekkert nema klíkuskapur og óheilbrigð nálgun af því tagi. Ég get fullyrt út frá minni reynslu að við höfum tekið risa skref fram á veginn í þeim efnum. Steingrímur léttur í lund ásamt samstarfsfólki sínu á Alþingi við þingsetningu í fyrra.Vísir/Vilhelm Ég get nefnt málasvið, þar sem að við vorum eftirbátar og auðvitað til skammar, sem hafa tekið stórstígum framförum. Ég nefni þar jafnréttismálin, hlut kvenna, hinsegin fólk og réttindi þeirra og ég nefni umhverfismálin þar sem á 15-20 árum hefur verið gagnger breyting. Það var mjög erfitt að tala fyrir þeim málum þegar við vorum á okkar fyrstu árum Vinstri græn, þá er þetta núna tiltölulega óumdeilt. Að þetta er ein mikilvægasti málaflokkur nútímans og framtíðarinnar. Þannig að íslenskt samfélag er eiginlega á allan hátt að mínu mati þroskaðra, heilbrigðara og betra og það gildir líka um stjórnmálin. Þó að þar gangi á ýmsu eins og alltaf vill verða. En við eigum ekki að tala þau niður og Alþingi á ekki að rífa sjálft sig á hol, það má ekki gleyma því hvað margt er vel gert þrátt fyrir að auðvitað verða uppákomur og auðvitað gerast mistök. En það er stóra myndin, það er heildarþróunin sem skiptir máli og ég tel að Íslendingar eigi að vera þakklátir fyrir hana. Hvað við erum í raun og veru, á alla mælikvarða, þroskað og gott velferðarsamfélag,“ segir Steingrímur.
Alþingi Vinstri græn Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira