Steingrímur hættir í pólitík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 14:35 Steingrímur J. Sigfússon ætlar ekki að gefa kost á sér til að leiða framboð Vinstri grænna í alþingiskosningum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. Steingrímur greindi frá þessu á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Vinstri grænum. „Steingrímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíð VG í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild sinni hér að neðan: „Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi fjármálaráðherra og lengst af formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða framboð VG í alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta kom fram í máli Steingríms á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis nú rétt í þessu. Steingrímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíð VG í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram. Katrín Jakobsdóttir klappaði fyrir Steingrími og sagðist miður að geta ekki heiðrað hann í eigin persónu heldur á fjarfundi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður VG sagðist aldrei hafa haft eins mikla löngun til að vera á staðfundi en ekki fjarfundi, til að geta staðið upp og klappað fyrir Steingrími. Þegar hún þakkaði honum fyrir samstarfið og þau fjölmörgu störf sem hann hefur gegnt í stjórnmálunum. Steingrímur er fæddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955, hefur setið á Alþingi fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og síðan Norðausturkjördæmi frá því 1983 og er með lengsta þingreynslu allra núverandi þingmanna. Hann hefur leitt framboðslista í síðustu 11 alþingiskosningum og verið í framboði í öllum kosningum síðan 1978. Nærmynd af Steingrími úr Íslandi í dag árið 2009 má sjá að neðan. Hann sat fyrst á þingi fyrir Alþýðubandalagið, var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins um tíma. Vatnaskil urðu 1999 þegar Steingrímur stofnaði Vinstri Græn ásamt fleiri félögum. Steingrímur hefur á sínum langa þingferli verið landbúnaðar- og samgönguráðherra, fjármála, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, efnahags og viðskiptaráðherra og atvinnuvega og nýsköpunarráðherra. Steingrímur hætti sem formaður VG árið 2013 eftir fjórtán ár í formannsstól. Þá hefur Steingrímur verið leiðandi í norrænu samstarfi bæði í Norðurlandaráði og Vestnorræna ráðinu. Hann hefur verið forseti Alþingis, fyrst í stuttan tíma 2016 og fram í janúar 2017 og síðan aftur frá því eftir kosningar 2017 og er enn. Lesa má um feril Steingríms J. Sigfússonar í bókinni Saga VG sem kom út á 20 ára afmæli hreyfingarinnar og í bókum sem hann hefur sjálfur skrifað,“ segir í tilkynningunni. Steingrímur er áhugamaður um bíla eins og sást í þessu innslagi í Íslandi í dag árið 2008 þar sem Volvo hans var til skoðunar. Steingrímur svaraði spurningum í hitaklefanum á FM 957 árið 2013. Aðeins öðruvísi spurningar en Steingrímur er vanur að fá. Dagskrárliðinn má sjá á 16. mínútu í klippunni. Alþingi Vinstri græn Tímamót Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. Steingrímur greindi frá þessu á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Vinstri grænum. „Steingrímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíð VG í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild sinni hér að neðan: „Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi fjármálaráðherra og lengst af formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða framboð VG í alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta kom fram í máli Steingríms á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis nú rétt í þessu. Steingrímur sagðist hætta sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíð VG í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram. Katrín Jakobsdóttir klappaði fyrir Steingrími og sagðist miður að geta ekki heiðrað hann í eigin persónu heldur á fjarfundi.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður VG sagðist aldrei hafa haft eins mikla löngun til að vera á staðfundi en ekki fjarfundi, til að geta staðið upp og klappað fyrir Steingrími. Þegar hún þakkaði honum fyrir samstarfið og þau fjölmörgu störf sem hann hefur gegnt í stjórnmálunum. Steingrímur er fæddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955, hefur setið á Alþingi fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og síðan Norðausturkjördæmi frá því 1983 og er með lengsta þingreynslu allra núverandi þingmanna. Hann hefur leitt framboðslista í síðustu 11 alþingiskosningum og verið í framboði í öllum kosningum síðan 1978. Nærmynd af Steingrími úr Íslandi í dag árið 2009 má sjá að neðan. Hann sat fyrst á þingi fyrir Alþýðubandalagið, var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins um tíma. Vatnaskil urðu 1999 þegar Steingrímur stofnaði Vinstri Græn ásamt fleiri félögum. Steingrímur hefur á sínum langa þingferli verið landbúnaðar- og samgönguráðherra, fjármála, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, efnahags og viðskiptaráðherra og atvinnuvega og nýsköpunarráðherra. Steingrímur hætti sem formaður VG árið 2013 eftir fjórtán ár í formannsstól. Þá hefur Steingrímur verið leiðandi í norrænu samstarfi bæði í Norðurlandaráði og Vestnorræna ráðinu. Hann hefur verið forseti Alþingis, fyrst í stuttan tíma 2016 og fram í janúar 2017 og síðan aftur frá því eftir kosningar 2017 og er enn. Lesa má um feril Steingríms J. Sigfússonar í bókinni Saga VG sem kom út á 20 ára afmæli hreyfingarinnar og í bókum sem hann hefur sjálfur skrifað,“ segir í tilkynningunni. Steingrímur er áhugamaður um bíla eins og sást í þessu innslagi í Íslandi í dag árið 2008 þar sem Volvo hans var til skoðunar. Steingrímur svaraði spurningum í hitaklefanum á FM 957 árið 2013. Aðeins öðruvísi spurningar en Steingrímur er vanur að fá. Dagskrárliðinn má sjá á 16. mínútu í klippunni.
Alþingi Vinstri græn Tímamót Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira