Sean Connery er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 12:37 Sean Connery í Skotlandi árið 2012. Getty/Gary Gershoff Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020 Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sjá meira
Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sjá meira