Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2020 21:02 Sigríður Maack, arkitekt og stjórnarkona í Arkitektafélagi Íslands. mynd/Arnar Halldórsson Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður. Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður.
Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði