Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2020 21:02 Sigríður Maack, arkitekt og stjórnarkona í Arkitektafélagi Íslands. mynd/Arnar Halldórsson Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður. Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður.
Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira