Covid-19: Dauðsföll, frelsi og hagkvæmni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2020 08:00 Flest allir ættu nú að þekkja til og hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins hvort sem það er í formi skertrar heilsu, tekna, einstaklingsfrelsis eða annars. Þá hefur nú í kjölfar mikillar aukningar smita hérlendis á seinustu dögum verið hert á reglum er varða mannamót, sóttvarnir og hina ýmsu atvinnu-, félags- og íþróttastarfsemi. Í framhaldinu hefur svo verið tekist á um hvernig reglum skuli háttað, hvort vegið sé um of að frelsi þeirra sem ekki eru í sérstökum áhættuhóp og þá hvort það sé réttlætanlegt að setja aðra en sjálfan sig í hættu með glæfralegu framferði og sjálfselsku, ef svo má segja. Lítillega um það að verðleggja mannslíf Það er hálf freistandi að verða tilfinningarökum að bráð og hugsa að ekki sé hægt að meta mannslíf til fjár eða frelsis. Ekki sé hægt að réttlæta það að stofna öðrum í hættu fyrir einhverjar krónur, láta ömmu og afa enda í gröfinni því þú vildir komast í klippingu eða sitja á barnum. En þá gleymist gjarnan að við sem samfélag höfum verðlagt mannslíf á mörgum öðrum sviðum og gerum nánast daglega án þess að hugsa út í það. Einfalt dæmi er að á ári hverju verða umferðarslys þar sem keyrt er á gangandi vegfarendur með tilheyrandi líkamstjóni og stundum dauða. En við sem samfélag höfum tekið þá afstöðu að með núverandi umferðarkerfi og regluverki séu slík tjón nægilega fá eða skaða lítil þannig að sá ávinningur sem felst í því að leyfa fólki að aka bílum sé þess virði. Þegar við förum út á þá erfiðu braut að verðleggja mannslíf er ágætt að muna að við erum ekki í reynd að reyna finna út hvað margar krónur þurfi að myndast aukalega í hagkerfinu til að við sættum okkur við dauðsfall heldur er nær að spyrja sig að því hvað ein króna töpuð í dag í þeim tilgangi að bjarga mannslífi, t.d. með því að loka vinnustað til að minnka smithættu á Covid-19, kosti okkur í þjáningu annarstaðar (og sama má segja með það að eyða krónu í verkefni A í stað B). Til að tengja aftur við umferðar sýnidæmið þá er einn af kostum þess að nota bifreiðar að sjúkraflutningar og slökkvistarf gengur mun hraðar fyrir sig en ef bílar væru ekki til staðar. Það vegur strax beint á móti dauðsföllum sem verða vegna bíla. Annar og sennilega mikilvægari þáttur er að bílaumferð eykur getu fólks til þess að sækja vinnu, til þess að sækja sér menntun og fleiri þætti sem leiða til verðmætasköpunar, hærra tæknistigs og lífsánægju. Þeir þættir valda því svo að hægt er að bjarga mannslífum með betur undirbúnu heilbrigðiskerfi, öruggari vinnuaðferðum, betri almennri lýðheilsu og fleira og fleira. Því verður að hugsa um líkleg heildaráhrif þess að auka líkur á dauðsföllum á einum stað í sambandi við hvaða áhrif það hefur á aðra þætti. Staðan á Íslandi í dag Það er erfitt að segja hér nákvæmlega hvernig þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í vegna Covid-19 hafa áhrif á aðra þætti til skamm- og langtíma. Margar eru eflaust til þess fallnar að bæði bjarga mannslífum vegna Covid-19 sem og að auka undir verðmætasköpun í það heila ef við miðum við grunnmyndina að ríkið hefði aldrei sett neinar hömlur. En það er hins vegar ekki merki um neina samviskusemi, góðmennsku eða fórnfýsi að halda að ráðleggingar sóttvarnarlæknis og reglur ríkisins séu hafnar yfir málefnalega gagnrýni. Það er eðlilegt að leggja hugann að því hversu lengi er hægt að halda úti skertri atvinnustarfsemi á landinu, hvort sumar núverandi aðgerða skili litlu en kosti samt mikið. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af því að skuldir, bæði ríkisins og einstaklinga, komi til með að skerða lífsgæði, lífsánægju, heilsu og tækifæri annarstaðar. Persónulega finnst mér sjálfsagt að vera með grímu, þurfa að halda 2 metra fjarlægð og fleira af slíkum toga, en mig grunar að sum staðar séum við að fara fram úr okkur og jafnvel séu sérhagsmunir og ítök að spila þátt. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt enda hef ég ekki gert útreikningana en það sem ég hef mest hugsað út í er hversu miklu það er að skila okkur að leyfa ferðamönnum að koma til landsins í stað þess að nokkurn veginn loka landamærunum fyrir annað en vörur inn og út. Er sá ávinningur nægilega stór m.v. kostnaðinn sem hlýst af því að þurfa að fara í sambærilegar eða harðari lokanir og eru nú í gildi ef það kæmu hingað fleiri bylgjur / annar vírusstofn erlendis frá. Er hér verið að leika sér að eldinum fyrir litla hagsmuni? Hvort sem ég hef rétt fyrir mér eða ekki í þessu dæmi tel ég alveg ljóst að það er okkur öllum hollt að það komi upp efasemda raddir og gagnrýni, þær spretta ekki alltaf bara upp af sjálfselsku. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flest allir ættu nú að þekkja til og hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins hvort sem það er í formi skertrar heilsu, tekna, einstaklingsfrelsis eða annars. Þá hefur nú í kjölfar mikillar aukningar smita hérlendis á seinustu dögum verið hert á reglum er varða mannamót, sóttvarnir og hina ýmsu atvinnu-, félags- og íþróttastarfsemi. Í framhaldinu hefur svo verið tekist á um hvernig reglum skuli háttað, hvort vegið sé um of að frelsi þeirra sem ekki eru í sérstökum áhættuhóp og þá hvort það sé réttlætanlegt að setja aðra en sjálfan sig í hættu með glæfralegu framferði og sjálfselsku, ef svo má segja. Lítillega um það að verðleggja mannslíf Það er hálf freistandi að verða tilfinningarökum að bráð og hugsa að ekki sé hægt að meta mannslíf til fjár eða frelsis. Ekki sé hægt að réttlæta það að stofna öðrum í hættu fyrir einhverjar krónur, láta ömmu og afa enda í gröfinni því þú vildir komast í klippingu eða sitja á barnum. En þá gleymist gjarnan að við sem samfélag höfum verðlagt mannslíf á mörgum öðrum sviðum og gerum nánast daglega án þess að hugsa út í það. Einfalt dæmi er að á ári hverju verða umferðarslys þar sem keyrt er á gangandi vegfarendur með tilheyrandi líkamstjóni og stundum dauða. En við sem samfélag höfum tekið þá afstöðu að með núverandi umferðarkerfi og regluverki séu slík tjón nægilega fá eða skaða lítil þannig að sá ávinningur sem felst í því að leyfa fólki að aka bílum sé þess virði. Þegar við förum út á þá erfiðu braut að verðleggja mannslíf er ágætt að muna að við erum ekki í reynd að reyna finna út hvað margar krónur þurfi að myndast aukalega í hagkerfinu til að við sættum okkur við dauðsfall heldur er nær að spyrja sig að því hvað ein króna töpuð í dag í þeim tilgangi að bjarga mannslífi, t.d. með því að loka vinnustað til að minnka smithættu á Covid-19, kosti okkur í þjáningu annarstaðar (og sama má segja með það að eyða krónu í verkefni A í stað B). Til að tengja aftur við umferðar sýnidæmið þá er einn af kostum þess að nota bifreiðar að sjúkraflutningar og slökkvistarf gengur mun hraðar fyrir sig en ef bílar væru ekki til staðar. Það vegur strax beint á móti dauðsföllum sem verða vegna bíla. Annar og sennilega mikilvægari þáttur er að bílaumferð eykur getu fólks til þess að sækja vinnu, til þess að sækja sér menntun og fleiri þætti sem leiða til verðmætasköpunar, hærra tæknistigs og lífsánægju. Þeir þættir valda því svo að hægt er að bjarga mannslífum með betur undirbúnu heilbrigðiskerfi, öruggari vinnuaðferðum, betri almennri lýðheilsu og fleira og fleira. Því verður að hugsa um líkleg heildaráhrif þess að auka líkur á dauðsföllum á einum stað í sambandi við hvaða áhrif það hefur á aðra þætti. Staðan á Íslandi í dag Það er erfitt að segja hér nákvæmlega hvernig þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í vegna Covid-19 hafa áhrif á aðra þætti til skamm- og langtíma. Margar eru eflaust til þess fallnar að bæði bjarga mannslífum vegna Covid-19 sem og að auka undir verðmætasköpun í það heila ef við miðum við grunnmyndina að ríkið hefði aldrei sett neinar hömlur. En það er hins vegar ekki merki um neina samviskusemi, góðmennsku eða fórnfýsi að halda að ráðleggingar sóttvarnarlæknis og reglur ríkisins séu hafnar yfir málefnalega gagnrýni. Það er eðlilegt að leggja hugann að því hversu lengi er hægt að halda úti skertri atvinnustarfsemi á landinu, hvort sumar núverandi aðgerða skili litlu en kosti samt mikið. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af því að skuldir, bæði ríkisins og einstaklinga, komi til með að skerða lífsgæði, lífsánægju, heilsu og tækifæri annarstaðar. Persónulega finnst mér sjálfsagt að vera með grímu, þurfa að halda 2 metra fjarlægð og fleira af slíkum toga, en mig grunar að sum staðar séum við að fara fram úr okkur og jafnvel séu sérhagsmunir og ítök að spila þátt. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt enda hef ég ekki gert útreikningana en það sem ég hef mest hugsað út í er hversu miklu það er að skila okkur að leyfa ferðamönnum að koma til landsins í stað þess að nokkurn veginn loka landamærunum fyrir annað en vörur inn og út. Er sá ávinningur nægilega stór m.v. kostnaðinn sem hlýst af því að þurfa að fara í sambærilegar eða harðari lokanir og eru nú í gildi ef það kæmu hingað fleiri bylgjur / annar vírusstofn erlendis frá. Er hér verið að leika sér að eldinum fyrir litla hagsmuni? Hvort sem ég hef rétt fyrir mér eða ekki í þessu dæmi tel ég alveg ljóst að það er okkur öllum hollt að það komi upp efasemda raddir og gagnrýni, þær spretta ekki alltaf bara upp af sjálfselsku. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun