MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2020 10:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir getur hugsað sér að flytja aftur út til Los Angeles en bara ef hún fær góða vinnu. Hún segist vera hætt öllu harki þar. Vísir/vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún lærði leiklist í New York Film Academy árið 2015 og reyndi í kjölfarið fyrir sér í hinum stóra heimi í Hollywood sem skilaði að lokum hlutverkinu í Vikings. Ragnheiður segir aftur á móti að Hollywood geti verið svört og erfið en MeToo byltingin hafi haft gríðarleg áhrif á bransann ytra. „Eftir skólann vann ég í heilt ár í Los Angeles og það er brjálaður bransi að reyna komast inn í,“ segir Ragnheiður. „Ég vann í fullt af þáttum og bíómyndum og hinu og þessu en alls ekki sem eitthvað aðalhlutverk. Það var rosalega lærdómsríkur tími til að fá smá þekkingu á setti og svona. Ég er samt voða fegin að vera búin að vera þarna að rembast. Ég er til í að fara þangað aftur ef ég fæ vinnu þar en ég nenni ekki aftur í rembinginn þar.“ Hún segir að það sé erfitt að vera kona í Hollywood og fékk hún nokkrum sinnum að heyra setningar eins og „You will never work in this buisness again.“ „Þetta gerðist þegar maður stappaði niður fætinum og sagði, nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika. Það var ekkert verið að ýja að neinu. Það var bara sagt við mig að þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona eða svona. En sem betur fer er MeToo-hreyfingin búin að breyta þessu töluvert,“ segir Ragnheiður en síðastliðin tvö ár hafa fjölmargar konur í Hollywood stigið fram og sakað hátt setta menn í bransanum um kynferðislegt ofbeldi. Ragnheiður segist hafa verið sterk og ekki látið undan slíkum þrýstingi. Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira. Einkalífið MeToo Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún lærði leiklist í New York Film Academy árið 2015 og reyndi í kjölfarið fyrir sér í hinum stóra heimi í Hollywood sem skilaði að lokum hlutverkinu í Vikings. Ragnheiður segir aftur á móti að Hollywood geti verið svört og erfið en MeToo byltingin hafi haft gríðarleg áhrif á bransann ytra. „Eftir skólann vann ég í heilt ár í Los Angeles og það er brjálaður bransi að reyna komast inn í,“ segir Ragnheiður. „Ég vann í fullt af þáttum og bíómyndum og hinu og þessu en alls ekki sem eitthvað aðalhlutverk. Það var rosalega lærdómsríkur tími til að fá smá þekkingu á setti og svona. Ég er samt voða fegin að vera búin að vera þarna að rembast. Ég er til í að fara þangað aftur ef ég fæ vinnu þar en ég nenni ekki aftur í rembinginn þar.“ Hún segir að það sé erfitt að vera kona í Hollywood og fékk hún nokkrum sinnum að heyra setningar eins og „You will never work in this buisness again.“ „Þetta gerðist þegar maður stappaði niður fætinum og sagði, nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika. Það var ekkert verið að ýja að neinu. Það var bara sagt við mig að þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona eða svona. En sem betur fer er MeToo-hreyfingin búin að breyta þessu töluvert,“ segir Ragnheiður en síðastliðin tvö ár hafa fjölmargar konur í Hollywood stigið fram og sakað hátt setta menn í bransanum um kynferðislegt ofbeldi. Ragnheiður segist hafa verið sterk og ekki látið undan slíkum þrýstingi. Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira.
Einkalífið MeToo Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31