Hinn 26 ára gamli Duncan Robinson fór mikinn með liði Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Los Angeles Lakers í sex leikjum.
Robinson var til að mynda stór ástæða þess að Heat vann fimmta leik liðanna í úrslitum og minnkaði muninn í einvíginu í 3-2 er hann skoraði 26 stig og Heat vann þriggja stiga sigur, 111-108.
Duncan Robinson appreciation post.
— Hilltop Hoops (@HilltopNBA) October 10, 2020
Certified sniper pic.twitter.com/L8XBW0PUi6
Chris Caird, aðalþjálfari Selfoss sem leikur í 1. deild karla, vakti athygli á því í dag að áðurnefndur Robinson hefði mætt í æfingabúðir hér á landi fyrir fimm árum síðan. Nánar tiltekið á Selfossi.
„Nokkrir af þeim sem mættu í æfingabúðir á Selfossi árið 2015. Sum ykkar þekkja ef til vill leikmanninn í rauðu hettupeysunni. Hann getur skotið boltanum ágætlega,“ segir Caird á Facebook-síðu sinni.
Some of the campers from Selfoss basketball camp in 2015. You might recognise the player in the red hoody. He can shoot it a lil bit!
Posted by Chris Caird on Tuesday, October 13, 2020
Robinson skilaði að meðaltali 12 stigum í úrslitakeppninni og flest þeirra komu fyrir aftan þriggja stiga línuna. Var skotnýting hans þar 40 prósent.
Saga Robinson er svipuð og Alex Caruso sem spilaði stóra rullu í liði Lakers á tímabilinu. Robinson var ekki valinn í nýliðavalinu 2018 en fékk á endanum samning hjá Heat vegna fjölda meiðsla í leikmannahópi liðsins haustið sama ár.
Eitthvað sem Heat sér ekki eftir í dag en Robinson hefur sannað sig sem ein af betri „skyttum“ NBA-deildarinnar.
