Ábyrga leiðin Logi Einarsson skrifar 13. október 2020 07:00 Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun