Ábyrga leiðin Logi Einarsson skrifar 13. október 2020 07:00 Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun