Lífeyrissjóðir en ekki lífeyrissjóður? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. október 2020 10:00 Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun