John Lennon hefði orðið áttræður í dag Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2020 12:05 Feðgarnir John og Sean og Yoko fyrir utan Dakota bygginguna þar sem fjölskyldan bjó í New York. Getty/Vinnie Zuffante/Michael Ochs Archives John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum. Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum.
Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira