Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2020 18:37 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar mynd/stöð2 Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. Síðustu daga hafa bekkir og jafnvel heilu skólarnir verið sendir í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú 55 manns með covid-19 í skólum borgarinnar, þar af eru 38 börnum og 17 starfsmenn. 5 smitanna eru hjá leikskólabörnum og þrír starfsmenn leikskóla eru smitaðir. 780 börn eru í sóttkví, þar af 148 leikskólabörn og 632 börn á grunnskólaaldri. Þá eru 233 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sóttkví. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin sóttvarnarreglum og því má skólastarf fara fram með nánast óbreyttu sniði. Ekki skulu þó vera fleiri en 30 börn í sama rými og starfsfólk skólanna þarf að gæta að 2 metra reglunni sín á milli. Formaður félags grunnskólakennara veltir því fyrir sér hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. „Á þeim stöðum þar sem skólarnir eru mest útsettir fyrir veirunni þyrfti að grípa til frekari aðgerða eins og farið var í í vor,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara. Hún myndi þó vilja að aðgerðirnar væru staðbundnar við ákveða skóla, ólíkt því sem var í vor. Það hafi vakið upp ótta hjá kennurum að viðbragðið sé nú eftir á, sérstaklega þar sem veiran virðist algengari hjá yngra fólki í þessari bylgju. „Að bregðast við er kannski ekki besta leiðin heldur þurfum við að setja upp varnir sem við höfum til að bregast við að smitið fari ekki á móti hópa," segir Þorgerður og bætir við að endurskoða þurfi reglurnar svo heilu skólarnir þurfi ekki að fara í sóttkví þegar upp kemur smit. „Reyna allt sem við mögulega getum til að halda úti staðbundnu námi með þeim vörnum sem við getum sett upp,“ segir Þorgerður. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm Aðeins fjórir smitast í starfi Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs segir marga skóla ganga lengra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Hagaskóli hafi skipt unglingastiginu upp eftir árgöngum, Réttarholtsskóli lagt meiri áherslu á grímunotkun og þá séu nemendur hvattir til þess að virða fjarlægðarmörk. Það sé þó ekki tímabært að herða aðgerðir enn frekar í skólum. „Ég tel að við séum ekki enn komin á þann stað, sérstaklega í ljósi þess að aðeins fjórir af okkur 5.500 starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi hafa smitast í starfi. Aðrir hafa smitast í sínu einka- og félagslífi,“ sagði Helgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir skólayfirvöld vera farin að huga betur að hlutunum og mikil áhersla sé lögð á persónubundnar sóttvarnir. Það sé þó mikilvægt fyrir börn að vera í skólanum. „Þetta var mjög harkalegt í vor og við viljum að börnin okkar njóti þess að vera í skólanum, að við séum að veita þeim fulla þjónustu og þau lifi lífinu eins og lífið er í skólanum. Það skiptir börnin máli, það skiptir samfélagið máli. Ég treysti því að það sem við erum að gera núna sé að skila góðum árangri.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. Síðustu daga hafa bekkir og jafnvel heilu skólarnir verið sendir í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú 55 manns með covid-19 í skólum borgarinnar, þar af eru 38 börnum og 17 starfsmenn. 5 smitanna eru hjá leikskólabörnum og þrír starfsmenn leikskóla eru smitaðir. 780 börn eru í sóttkví, þar af 148 leikskólabörn og 632 börn á grunnskólaaldri. Þá eru 233 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sóttkví. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin sóttvarnarreglum og því má skólastarf fara fram með nánast óbreyttu sniði. Ekki skulu þó vera fleiri en 30 börn í sama rými og starfsfólk skólanna þarf að gæta að 2 metra reglunni sín á milli. Formaður félags grunnskólakennara veltir því fyrir sér hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. „Á þeim stöðum þar sem skólarnir eru mest útsettir fyrir veirunni þyrfti að grípa til frekari aðgerða eins og farið var í í vor,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara. Hún myndi þó vilja að aðgerðirnar væru staðbundnar við ákveða skóla, ólíkt því sem var í vor. Það hafi vakið upp ótta hjá kennurum að viðbragðið sé nú eftir á, sérstaklega þar sem veiran virðist algengari hjá yngra fólki í þessari bylgju. „Að bregðast við er kannski ekki besta leiðin heldur þurfum við að setja upp varnir sem við höfum til að bregast við að smitið fari ekki á móti hópa," segir Þorgerður og bætir við að endurskoða þurfi reglurnar svo heilu skólarnir þurfi ekki að fara í sóttkví þegar upp kemur smit. „Reyna allt sem við mögulega getum til að halda úti staðbundnu námi með þeim vörnum sem við getum sett upp,“ segir Þorgerður. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm Aðeins fjórir smitast í starfi Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs segir marga skóla ganga lengra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Hagaskóli hafi skipt unglingastiginu upp eftir árgöngum, Réttarholtsskóli lagt meiri áherslu á grímunotkun og þá séu nemendur hvattir til þess að virða fjarlægðarmörk. Það sé þó ekki tímabært að herða aðgerðir enn frekar í skólum. „Ég tel að við séum ekki enn komin á þann stað, sérstaklega í ljósi þess að aðeins fjórir af okkur 5.500 starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi hafa smitast í starfi. Aðrir hafa smitast í sínu einka- og félagslífi,“ sagði Helgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir skólayfirvöld vera farin að huga betur að hlutunum og mikil áhersla sé lögð á persónubundnar sóttvarnir. Það sé þó mikilvægt fyrir börn að vera í skólanum. „Þetta var mjög harkalegt í vor og við viljum að börnin okkar njóti þess að vera í skólanum, að við séum að veita þeim fulla þjónustu og þau lifi lífinu eins og lífið er í skólanum. Það skiptir börnin máli, það skiptir samfélagið máli. Ég treysti því að það sem við erum að gera núna sé að skila góðum árangri.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira