Orkuskipti kalla á breytta gjaldtöku í samgöngum Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 7. október 2020 06:00 Á dögunum var kynnt ný orkustefna til ársins 2050. Sýnin er fögur og hér eru innviðir til staðar sem gera hana trúverðuga. Til hliðsjónar er stefna stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Stærsti liðurinn í því er að draga úr notkun innfluttra orkugjafa í vegasamgöngum. Um áramótin tók gildi framlenging á niðurfellingu virðisaukaskatts á ökutækjum sem eru knúin rafmagni. Í þeim fríðindum felst stærsta staka aðgerð ríkisstjórnarinnar í átt að kolefnishlutleysi fram að þessu. Niðurfellingin er að skila ótvíræðum árangri og skipar Ísland annað sæti á eftir Noregi í hlut skráningu rafbíla. Í september voru hreinir rafbílar 49% af öllum nýskráðum fólksbifreiðum (24% það sem af er ári). Á hverju ári lækkar í þokkabót kostnaður á rafhlöðupakkningum. Árið 2011 áætluðu sérfræðingar Bloomberg NEF að verðið yrði komið niður í $350 fyrir hverja kílowattstund árið 2020. Verðið er hinsvegar í dag nær $132 per kílówattstund og lækkar enn. Að þessu öllu gefnu er ekki ljóst hvort meðgjöf af hálfu ríkisins verður þörf innan fárra ára til að gera rafbíla að fýsilegum kosti fyrir neytendur. Tímabært er að endurskoða alla álagningu sem tengist samgöngum til að rétta hlut mismunandi samgöngumáta og orkugjafa, sem og að rétta hlut ríkis og sveitarfélaga í tekjustofnum. Ísland hefur, eins og margar Evrópuþjóðir, tekið stóran hluta af sínum tekjustofni fyrir gatnagerð og önnur bíltengd gjöld í gegnum álögur á eldsneyti. Eftir því sem bensíndælunum fækkar og heimahleðslum fjölgar þarf að endurskoða þessa gjaldtöku og finna nýja tekjustofna. Tafagjöld og vegtollar hafa verið nefndir og ræddir. Sitt sýnist hverjum um sanngirni og útfærslu á slíkri gjaldtöku. Minna hefur verið rætt um að gjaldtaka á bílastæðum geti fyllt í þessar eyður. Að skilgreina bílastæði á vinnustað sem skattskyld hlunnindi væri stórt skref í rétta átt. Í dag er enn mikið framboð af bílastæðum þar sem miklar kvaðir hafa verið í skipulagi um að láta holskeflu bílastæða fylgja mestallri mannvirkjagerð í fjölmörg ár. Reykjavíkurborg steig mikilvægt skref þegar fallið var frá lágmarkskröfum um fjölda bílastæða í skipulagi og hóflegri viðmið innleidd í staðinn. Þessar reglur þarf að samræma í svæðisskipulagi. Þegar kemur að gjaldtöku bílastæða þarf að tileinka sér einfalda hugsun: Ef fólk finnur ekki laust stæði eru þau of ódýr. Ef vel tekst til fækkar stæðum í hlutfalli við byggða fermetra. Þá hækkar verðmat Ríkisskattsstjóra á bílastæði á vinnustað, fólk sækist eftir íbúapössum til að tryggja sitt pláss og koll af kolli. Hægt og rólega verður til gjaldstofn fyrir bæði ríki og sveitarfélög sem kemur í stað eldsneytiskatta sem falla bara á helming nýskráðra bíla. Á meðan enn er nóg af bílastæðum þarf að skoða gjaldtöku sem miðar við ekna kílómetra með upplýsingagjöf frá þjónustuveitendum bifreiða í miðlægan gagnagrunn. Í þessu kerfi mætti hækka kolefnisgjald en lækka heildarálögur á eldsneyti með afnámi olíu- og bensíngjalds. Þá komum við að öðru sjónarmiði; orkuskipti til að draga úr losun. Aðgerðir sem ríma við markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á djarfa áætlun. Til að ná árangri þarf að draga úr heildarferðaþörf, fjölga valkostum í samgöngum og sjá svo til þess að úreld tækni mæti algjörum afgangi í nýskráningum. Í aðdraganda skráningarbanns brunabíla (bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti) þarf að hækka skráningargjöld þeirra. Á móti þarf að draga úr niðurfellingum virðisaukaskatts á hinna hreinu bíla í þrepum. Með þessari aðferð er hægt að tryggja áframhaldandi hækkandi hlut nýskráningar á rafbílum og endurheimta á sama tíma skattstofn sem hleypur á milljörðum króna á hverju ári. Áform eru um að skráningarbannið taki gildi 2030. Með því að færa okkur úr umbun grænna bíla í stigmagnandi gjaldtöku við skráningu brunabíla verða aðrir kostir fyrir utan fólksbílinn meira aðlaðandi gagnvart neytendum þar sem vöruflokkurinn í heild fær minni ívilnun. Með þessum hvötum – gjaldtöku og skattlagningu af bílastæðum ásamt breytingum á skráningum fólksbíla – getum við gert skattheimtu sanngjarna. Heildsteypt aðgerðaráætlun lítur þá svona út: Gerum bílastæði á vinnustað að skattskyldum hlunnindum Lækkum álögur á eldsneyti en hækkum kolefnisgjald Fösum út niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbílum Fösum inn auknum álögum við skráningu brunabíla Innleiðum nútímaleg viðmið um bílastæðakröfur í skipulagi, samræmum þau viðmið í svæðisskipulagi Leyfum bílastæðapössum sveitarfélaga að tryggja fólki bílastæði á borgarlandi við heimili Setjum upp miðlægan gagnagrunn þar sem þjónustuaðilar í bílgreinum skjala ekna kílómetra Höfundur er stofnandi Planitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vegtollar Samgöngur Jökull Sólberg Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var kynnt ný orkustefna til ársins 2050. Sýnin er fögur og hér eru innviðir til staðar sem gera hana trúverðuga. Til hliðsjónar er stefna stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Stærsti liðurinn í því er að draga úr notkun innfluttra orkugjafa í vegasamgöngum. Um áramótin tók gildi framlenging á niðurfellingu virðisaukaskatts á ökutækjum sem eru knúin rafmagni. Í þeim fríðindum felst stærsta staka aðgerð ríkisstjórnarinnar í átt að kolefnishlutleysi fram að þessu. Niðurfellingin er að skila ótvíræðum árangri og skipar Ísland annað sæti á eftir Noregi í hlut skráningu rafbíla. Í september voru hreinir rafbílar 49% af öllum nýskráðum fólksbifreiðum (24% það sem af er ári). Á hverju ári lækkar í þokkabót kostnaður á rafhlöðupakkningum. Árið 2011 áætluðu sérfræðingar Bloomberg NEF að verðið yrði komið niður í $350 fyrir hverja kílowattstund árið 2020. Verðið er hinsvegar í dag nær $132 per kílówattstund og lækkar enn. Að þessu öllu gefnu er ekki ljóst hvort meðgjöf af hálfu ríkisins verður þörf innan fárra ára til að gera rafbíla að fýsilegum kosti fyrir neytendur. Tímabært er að endurskoða alla álagningu sem tengist samgöngum til að rétta hlut mismunandi samgöngumáta og orkugjafa, sem og að rétta hlut ríkis og sveitarfélaga í tekjustofnum. Ísland hefur, eins og margar Evrópuþjóðir, tekið stóran hluta af sínum tekjustofni fyrir gatnagerð og önnur bíltengd gjöld í gegnum álögur á eldsneyti. Eftir því sem bensíndælunum fækkar og heimahleðslum fjölgar þarf að endurskoða þessa gjaldtöku og finna nýja tekjustofna. Tafagjöld og vegtollar hafa verið nefndir og ræddir. Sitt sýnist hverjum um sanngirni og útfærslu á slíkri gjaldtöku. Minna hefur verið rætt um að gjaldtaka á bílastæðum geti fyllt í þessar eyður. Að skilgreina bílastæði á vinnustað sem skattskyld hlunnindi væri stórt skref í rétta átt. Í dag er enn mikið framboð af bílastæðum þar sem miklar kvaðir hafa verið í skipulagi um að láta holskeflu bílastæða fylgja mestallri mannvirkjagerð í fjölmörg ár. Reykjavíkurborg steig mikilvægt skref þegar fallið var frá lágmarkskröfum um fjölda bílastæða í skipulagi og hóflegri viðmið innleidd í staðinn. Þessar reglur þarf að samræma í svæðisskipulagi. Þegar kemur að gjaldtöku bílastæða þarf að tileinka sér einfalda hugsun: Ef fólk finnur ekki laust stæði eru þau of ódýr. Ef vel tekst til fækkar stæðum í hlutfalli við byggða fermetra. Þá hækkar verðmat Ríkisskattsstjóra á bílastæði á vinnustað, fólk sækist eftir íbúapössum til að tryggja sitt pláss og koll af kolli. Hægt og rólega verður til gjaldstofn fyrir bæði ríki og sveitarfélög sem kemur í stað eldsneytiskatta sem falla bara á helming nýskráðra bíla. Á meðan enn er nóg af bílastæðum þarf að skoða gjaldtöku sem miðar við ekna kílómetra með upplýsingagjöf frá þjónustuveitendum bifreiða í miðlægan gagnagrunn. Í þessu kerfi mætti hækka kolefnisgjald en lækka heildarálögur á eldsneyti með afnámi olíu- og bensíngjalds. Þá komum við að öðru sjónarmiði; orkuskipti til að draga úr losun. Aðgerðir sem ríma við markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á djarfa áætlun. Til að ná árangri þarf að draga úr heildarferðaþörf, fjölga valkostum í samgöngum og sjá svo til þess að úreld tækni mæti algjörum afgangi í nýskráningum. Í aðdraganda skráningarbanns brunabíla (bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti) þarf að hækka skráningargjöld þeirra. Á móti þarf að draga úr niðurfellingum virðisaukaskatts á hinna hreinu bíla í þrepum. Með þessari aðferð er hægt að tryggja áframhaldandi hækkandi hlut nýskráningar á rafbílum og endurheimta á sama tíma skattstofn sem hleypur á milljörðum króna á hverju ári. Áform eru um að skráningarbannið taki gildi 2030. Með því að færa okkur úr umbun grænna bíla í stigmagnandi gjaldtöku við skráningu brunabíla verða aðrir kostir fyrir utan fólksbílinn meira aðlaðandi gagnvart neytendum þar sem vöruflokkurinn í heild fær minni ívilnun. Með þessum hvötum – gjaldtöku og skattlagningu af bílastæðum ásamt breytingum á skráningum fólksbíla – getum við gert skattheimtu sanngjarna. Heildsteypt aðgerðaráætlun lítur þá svona út: Gerum bílastæði á vinnustað að skattskyldum hlunnindum Lækkum álögur á eldsneyti en hækkum kolefnisgjald Fösum út niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbílum Fösum inn auknum álögum við skráningu brunabíla Innleiðum nútímaleg viðmið um bílastæðakröfur í skipulagi, samræmum þau viðmið í svæðisskipulagi Leyfum bílastæðapössum sveitarfélaga að tryggja fólki bílastæði á borgarlandi við heimili Setjum upp miðlægan gagnagrunn þar sem þjónustuaðilar í bílgreinum skjala ekna kílómetra Höfundur er stofnandi Planitor.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun