Léleg lýsing og mikill snjór gerði flugmönnum erfitt fyrir þegar vélin rann út af Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 17:55 För eftir hliðarskrið flugvélarinnar á Keflavíkurflugvelli að morgni 10. mars 2018. Myndin er úr skýrslu RNSA. Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira