Rúnar Páll: Erum við ekki allir mannlegir? Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2020 19:52 Rúnar Páll tók sigri kvöldsins fagnandi þó hann hafi komið undir lokin gegn botnliðinu. Vísir/Bára „Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“ Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“
Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00