Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum.
Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi.
Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fimmta þættinum fóru þær yfir þær stjörnur sem hafa verið handteknar og setið inni í fangelsi í stuttan eða jafnvel langan tíma.
Um er að ræða stjörnur á borð við Amanda Bynes, Blac Chyna, Mark Wahlberg, Lil' Kim, Paul McCartney, Shia LaBeouf, Nicole Richie, Martha Stewart og fleiri.
Þær fara einnig ítarlega yfir af hverju stjörurnar enduðu í fangelsi og eru ástæðurnar sannarlega misalvarlegar.