Skólaheilsugæsla mikilvæg þjónusta við grunnskólabörn Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 22. september 2020 17:00 Skólaheilsugæslu er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Reglulega kemur fram umræða um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna margvíslegum mikilvægum verkefnum bæði innan skólanna og í nærsamfélaginu. Meðal verkefna þeirra er að sinna forvörnum og heilsuelfingu grunnskólabarna í víðum skilningi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að vekja athygli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á stöðu skólaheilsugæslu í Reykjavík. Á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar 2019 lögðu fulltrúar ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða fram tillögu þess efnis að gerðar verði ráðstafanir til að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Í kjölfar tillögunnar var óskað eftir upplýsingum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um stöðugildi hjúkrunarfræðinga í skólum borgarinnar. Samkvæmt svörum frá heilsugæslunni eru dæmi um að fjölmargir skólar í Reykjavík uppfylli ekki viðmið Heilsugæslunnar um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings. Í gögnum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins eru dæmi um að ríflega þúsund nemendur séu að baki hverju stöðugildi. Ljóst er af þessum tölum að viðmiðum um nemendafjölda að baki fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings er víða ábótavant. Mikilvægt er að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýti fyrirliggjandi gögn til úrbóta og fjölgi skólahjúkrunarfræðingum þar sem þess gerist þörf til að uppfylla viðmið um nemendafjölda. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægri þjónustu við nemendur í grunnskólum en í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007 er tiltekið að þjónusta skólahjúkrunarfræðinga sé á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað. Mikilvægt er að Heilsugæsla Höfðuborgarsvæðisins sé meðvituð um þessa stöðu og nýti fyrirliggjandi gögn til að grípa til viðeigandi aðgerða til úrbóta sem fyrst þannig að uppfylla megi viðmið um nemendafjölda. Einnig er mikilvægt að það eigi sér stað samtal milli Heilsugæslu og skólayfirvalda um verkaskiptingu og sameiginlega sýn á verkefnin framundan. Mikilvægt er, ekki síst á þessum fordæmalausu tímum, að fullnægjandi skólaheilsugæsla sé til staðar í öllum skólum borgarinnar og að jafnræði nemenda að þessarri mikilvægu þjónustu sé tryggt í hvívetna. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Skólaheilsugæslu er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Reglulega kemur fram umræða um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna margvíslegum mikilvægum verkefnum bæði innan skólanna og í nærsamfélaginu. Meðal verkefna þeirra er að sinna forvörnum og heilsuelfingu grunnskólabarna í víðum skilningi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að vekja athygli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á stöðu skólaheilsugæslu í Reykjavík. Á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar 2019 lögðu fulltrúar ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða fram tillögu þess efnis að gerðar verði ráðstafanir til að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Í kjölfar tillögunnar var óskað eftir upplýsingum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um stöðugildi hjúkrunarfræðinga í skólum borgarinnar. Samkvæmt svörum frá heilsugæslunni eru dæmi um að fjölmargir skólar í Reykjavík uppfylli ekki viðmið Heilsugæslunnar um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings. Í gögnum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins eru dæmi um að ríflega þúsund nemendur séu að baki hverju stöðugildi. Ljóst er af þessum tölum að viðmiðum um nemendafjölda að baki fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings er víða ábótavant. Mikilvægt er að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýti fyrirliggjandi gögn til úrbóta og fjölgi skólahjúkrunarfræðingum þar sem þess gerist þörf til að uppfylla viðmið um nemendafjölda. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægri þjónustu við nemendur í grunnskólum en í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007 er tiltekið að þjónusta skólahjúkrunarfræðinga sé á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað. Mikilvægt er að Heilsugæsla Höfðuborgarsvæðisins sé meðvituð um þessa stöðu og nýti fyrirliggjandi gögn til að grípa til viðeigandi aðgerða til úrbóta sem fyrst þannig að uppfylla megi viðmið um nemendafjölda. Einnig er mikilvægt að það eigi sér stað samtal milli Heilsugæslu og skólayfirvalda um verkaskiptingu og sameiginlega sýn á verkefnin framundan. Mikilvægt er, ekki síst á þessum fordæmalausu tímum, að fullnægjandi skólaheilsugæsla sé til staðar í öllum skólum borgarinnar og að jafnræði nemenda að þessarri mikilvægu þjónustu sé tryggt í hvívetna. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun