Handtóku leiðtoga sértrúarsafnaðar í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 10:48 Einn forsprakka Kirkju síðustu ritningarinnar í haldi rússneskra alríkislögreglumanna í dag. Vísir/Getty Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðar í afskekktum hluta Síberíu í dag. Trúarleiðtoginn er grunaður um að hafa skaðað heilsu fylgjenda sinna og beitt þá sálfræðilegum þrýstingi til að fá þá til að láta fé af hendi rakna. Sergei Torop var umferðarlögreglumaður þar til hann stofnaði söfnuðinn Kirkju síðustu ritningarinnar í Krasnojarsk-héraði í óbyggðum Síberíu árið 1991, árið sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Þúsundir fylgjenda Torop þekkja hann undir nafninu Vissarion en hann heldur því fram að hann sé kristur endurfæddur. Auk Torop handtók lögreglan tvo aðra leiðtoga safnaðarins, Vadim Redkin og Vladímír Vedernikov, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þremenningarnir eru sagðir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um brotin sem þeir eru grunaðir um að hafa framið. Í umfjöllun The Guardian um söfnuðinn frá árinu 2015 kom fram að fylgjendur Torop kæmu alls staðar að úr heiminum. Þeir þyrftu að afneita því sem söfnuðurinn telur syndir nútímalífs, þar á meðal reykingum, áfengisdrykkju og peningum. Í staðinn búa fylgjendurnir í timburkofum í þorpinu Petropavlovka og stunda landbúnað án nútímatækni. Torop messar yfir söfnuði sínum árið 2002. Hann taldi að geimverur myndu láta söfnuðinn vita af yfirvofandi heimsenda árið eftir.Vísir/Getty Torop sjálfur er þó ekki sagður búa í Petropavlovka heldur í því sem er nefnt „Heimili dögunarinnar“ með um fimmtíu nánustu fylgjendum sínum. Jól eru ekki haldin í Kirkju síðustu ritningarinnar en þess í stað heldur söfnuðurinn 14. janúar hátíðlegan, afmælisdag Torop. Hann boðar fylgjendum sínum heimsendi í miklu flóði sem muni tortíma mannkyninu en eira söfnuðinum. Þeir muni svo dreifa sér frá fyrirheitna landinu sem þeir telja þorpið sitt vera og fjölga mannkyninu á jörðinni og í alheiminum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um Kirkju síðustu ritningarinnar frá árinu 2012. Rússland Trúmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðar í afskekktum hluta Síberíu í dag. Trúarleiðtoginn er grunaður um að hafa skaðað heilsu fylgjenda sinna og beitt þá sálfræðilegum þrýstingi til að fá þá til að láta fé af hendi rakna. Sergei Torop var umferðarlögreglumaður þar til hann stofnaði söfnuðinn Kirkju síðustu ritningarinnar í Krasnojarsk-héraði í óbyggðum Síberíu árið 1991, árið sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Þúsundir fylgjenda Torop þekkja hann undir nafninu Vissarion en hann heldur því fram að hann sé kristur endurfæddur. Auk Torop handtók lögreglan tvo aðra leiðtoga safnaðarins, Vadim Redkin og Vladímír Vedernikov, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þremenningarnir eru sagðir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um brotin sem þeir eru grunaðir um að hafa framið. Í umfjöllun The Guardian um söfnuðinn frá árinu 2015 kom fram að fylgjendur Torop kæmu alls staðar að úr heiminum. Þeir þyrftu að afneita því sem söfnuðurinn telur syndir nútímalífs, þar á meðal reykingum, áfengisdrykkju og peningum. Í staðinn búa fylgjendurnir í timburkofum í þorpinu Petropavlovka og stunda landbúnað án nútímatækni. Torop messar yfir söfnuði sínum árið 2002. Hann taldi að geimverur myndu láta söfnuðinn vita af yfirvofandi heimsenda árið eftir.Vísir/Getty Torop sjálfur er þó ekki sagður búa í Petropavlovka heldur í því sem er nefnt „Heimili dögunarinnar“ með um fimmtíu nánustu fylgjendum sínum. Jól eru ekki haldin í Kirkju síðustu ritningarinnar en þess í stað heldur söfnuðurinn 14. janúar hátíðlegan, afmælisdag Torop. Hann boðar fylgjendum sínum heimsendi í miklu flóði sem muni tortíma mannkyninu en eira söfnuðinum. Þeir muni svo dreifa sér frá fyrirheitna landinu sem þeir telja þorpið sitt vera og fjölga mannkyninu á jörðinni og í alheiminum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um Kirkju síðustu ritningarinnar frá árinu 2012.
Rússland Trúmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira