Handtóku leiðtoga sértrúarsafnaðar í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 10:48 Einn forsprakka Kirkju síðustu ritningarinnar í haldi rússneskra alríkislögreglumanna í dag. Vísir/Getty Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðar í afskekktum hluta Síberíu í dag. Trúarleiðtoginn er grunaður um að hafa skaðað heilsu fylgjenda sinna og beitt þá sálfræðilegum þrýstingi til að fá þá til að láta fé af hendi rakna. Sergei Torop var umferðarlögreglumaður þar til hann stofnaði söfnuðinn Kirkju síðustu ritningarinnar í Krasnojarsk-héraði í óbyggðum Síberíu árið 1991, árið sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Þúsundir fylgjenda Torop þekkja hann undir nafninu Vissarion en hann heldur því fram að hann sé kristur endurfæddur. Auk Torop handtók lögreglan tvo aðra leiðtoga safnaðarins, Vadim Redkin og Vladímír Vedernikov, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þremenningarnir eru sagðir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um brotin sem þeir eru grunaðir um að hafa framið. Í umfjöllun The Guardian um söfnuðinn frá árinu 2015 kom fram að fylgjendur Torop kæmu alls staðar að úr heiminum. Þeir þyrftu að afneita því sem söfnuðurinn telur syndir nútímalífs, þar á meðal reykingum, áfengisdrykkju og peningum. Í staðinn búa fylgjendurnir í timburkofum í þorpinu Petropavlovka og stunda landbúnað án nútímatækni. Torop messar yfir söfnuði sínum árið 2002. Hann taldi að geimverur myndu láta söfnuðinn vita af yfirvofandi heimsenda árið eftir.Vísir/Getty Torop sjálfur er þó ekki sagður búa í Petropavlovka heldur í því sem er nefnt „Heimili dögunarinnar“ með um fimmtíu nánustu fylgjendum sínum. Jól eru ekki haldin í Kirkju síðustu ritningarinnar en þess í stað heldur söfnuðurinn 14. janúar hátíðlegan, afmælisdag Torop. Hann boðar fylgjendum sínum heimsendi í miklu flóði sem muni tortíma mannkyninu en eira söfnuðinum. Þeir muni svo dreifa sér frá fyrirheitna landinu sem þeir telja þorpið sitt vera og fjölga mannkyninu á jörðinni og í alheiminum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um Kirkju síðustu ritningarinnar frá árinu 2012. Rússland Trúmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Rússneska lögreglan handtók þekktan leiðtoga sértrúarsafnaðar í afskekktum hluta Síberíu í dag. Trúarleiðtoginn er grunaður um að hafa skaðað heilsu fylgjenda sinna og beitt þá sálfræðilegum þrýstingi til að fá þá til að láta fé af hendi rakna. Sergei Torop var umferðarlögreglumaður þar til hann stofnaði söfnuðinn Kirkju síðustu ritningarinnar í Krasnojarsk-héraði í óbyggðum Síberíu árið 1991, árið sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Þúsundir fylgjenda Torop þekkja hann undir nafninu Vissarion en hann heldur því fram að hann sé kristur endurfæddur. Auk Torop handtók lögreglan tvo aðra leiðtoga safnaðarins, Vadim Redkin og Vladímír Vedernikov, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þremenningarnir eru sagðir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um brotin sem þeir eru grunaðir um að hafa framið. Í umfjöllun The Guardian um söfnuðinn frá árinu 2015 kom fram að fylgjendur Torop kæmu alls staðar að úr heiminum. Þeir þyrftu að afneita því sem söfnuðurinn telur syndir nútímalífs, þar á meðal reykingum, áfengisdrykkju og peningum. Í staðinn búa fylgjendurnir í timburkofum í þorpinu Petropavlovka og stunda landbúnað án nútímatækni. Torop messar yfir söfnuði sínum árið 2002. Hann taldi að geimverur myndu láta söfnuðinn vita af yfirvofandi heimsenda árið eftir.Vísir/Getty Torop sjálfur er þó ekki sagður búa í Petropavlovka heldur í því sem er nefnt „Heimili dögunarinnar“ með um fimmtíu nánustu fylgjendum sínum. Jól eru ekki haldin í Kirkju síðustu ritningarinnar en þess í stað heldur söfnuðurinn 14. janúar hátíðlegan, afmælisdag Torop. Hann boðar fylgjendum sínum heimsendi í miklu flóði sem muni tortíma mannkyninu en eira söfnuðinum. Þeir muni svo dreifa sér frá fyrirheitna landinu sem þeir telja þorpið sitt vera og fjölga mannkyninu á jörðinni og í alheiminum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um Kirkju síðustu ritningarinnar frá árinu 2012.
Rússland Trúmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira