Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2020 08:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna konu til Hæstaréttar. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. Verði sú staðfest af þingmönnum Repúblikanaflokksins á öldungadeild Bandaríkjaþings munu sex af níu dómurum Hæstaréttar hafa verið skipaðir af Repúblikönum og þrír af Demókrötum. Ginsburg dó á heimili sínu á föstudaginn vegna eftirkasta krabbameins í brisi. Við andlát hennar hófust strax miklar deilur milli stjórnmálafylkinga í Bandaríkjunum um það hvort rétt væri að tilnefna og greiða atkvæði um nýjan Hæstaréttardómara þegar svo skammt væri í kosningar. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári í forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. Nú, þegar 44 dagar eru í forsetakosningar, segir McConnell að staðan sé önnur og það sé skilda Repúblikana að skipa nýjan dómara í embætti og hefur hann heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu Trump muni fara fram. Sjá einnig: Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Á kosningafundi í gær sagði Trump að hann vissi ekki enn hvern hann myndi tilnefna en tilkynnti að það yrði kona. Hann gaf einnig til kynna að hann væri tilbúinn til að tilnefna dómara eftir kosningarnar, 3. nóvember, og fyrir embættistökuna þann 20. janúar. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru ráðgjafar Trump búnir að setja saman stuttlista yfir þær konur sem kemur til greina að tilnefnda til Hæstaréttar. Minnst einn maður er þó einnig til skoðunar. Trump grínaðist á kosningafundinum í gær um það hvort hann ætti að tilnefna konu eða mann í því sem hann kallaði í gríni: „mjög vísindalega könnun“. Trump having his supporters vote by yelling as to whether they'd rather see a woman or man replace RBG on SCOTUS is like a deleted scene from Idiocracy pic.twitter.com/lVbFqUNWL3— Aaron Rupar (@atrupar) September 19, 2020 Minnst einn öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins hefur lýst því yfir að hann styðji ekki tilnefningu dómara á þessu stigi. Það er Susan Collins, þingkona frá Maine. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta á öldungadeildinni og því mega ekki fleiri en þrír þingmenn vera á móti tilnefningu nýs dómara. Verði þeir þrír, mun Mike Pence, varaforseti, eiga úrslitaatkvæðið. Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ AP fréttaveitan hefur farið yfir hvað þingmenn Repúblikanaflokksins sögðu árið 2016 og hafa sagt síðan um ákvörðun McConnell að halda ekki atkvæðagreiðslu um tilnefningu Garland. Þingmaðurinn Lindsay Graham, sem stýrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, var þá mjög afdráttarlaus. „Notið orð mín gegn mér. Ef forsetinn verður Repúblikani árið 2016 og sæti opnast á síðasta ári fyrsta kjörtímabils hans, getið þið sagtað Lindsey Graham hafi lýsti því yfir að næsti forseti, sama hver hann yrði, ætti að ráða tilnefningu,“ sagði Graham árið 2016. „Geymið upptökurnar“ Í þingkosningunum 2018 sló hann á svipaða strengi og sagði: „Ef sæti opnast á síðasta ári kjörtímabilsins og forvalið er hafið, þá ættum við að bíða til næstu kosninga.“ Hann bætti við að fjölmiðlar ættu að geyma upptökuna af ummælum hans. Í gær var hins vegar komið allt annað hljóð í Graham. Hann var lengi vel mikill andstæðingur Trump og í forvali Repúblikanaflokksins lýsti hann því ítrekað yfir að Trump væri ekki hæfur í embætti forseta. Síðan þá hefur þó mikið breyst og í dag er Graham einn helsti bandamaður forsetans. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær gagnrýndi hann Demókrata fyrir breytingar á ferlinu við að skipa alríkisdómara og fyrir það hvernig komið fram var við Brett Kavanaugh þegar hann var tilnefndur til Hæstaréttar af Trump. Þess vegna ætlaði hann að styðja Trump í að tilnefna nýjan dómara. In light of these two events, I will support President @realDonaldTrump in any effort to move forward regarding the recent vacancy created by the passing of Justice Ginsburg. #3— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 19, 2020 Aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa sagt að ekki ætti að tilnefna nýjan dómara. Þar á meðal er Susan Collins, Chuck Grassley og Lisa Murkowski. Enn aðrir, eins og Joni Ernst, hafa sagt að Repúblikanar ættu að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að skipa nýjan dómara eins fljótt og auðið er. Jafnvel eftir kosningarnar ef Trump tapar þeim. Þá hefðu Repúblikanar tíma til 20. janúar. Framboð Ernst sendi út tölvupóst á föstudagskvöld, skömmu eftir dauða Ginsburg, um að íhaldssöm gildi og réttindi væru í húfi. Tilnefning nýs dómara myndi hafa mikil áhrif á helstu ákvarðanir Hæstaréttar næstu áratugina. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Eitur sent til Donald Trump Umslag sem innihélt efnið rísín var sent til Donald Trump Bandaríkjaforseta. 19. september 2020 23:34 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Lyfjaframleiðendur vildu ekki senda „Trump kort“ til eldri borgara Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. 19. september 2020 13:58 Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. Verði sú staðfest af þingmönnum Repúblikanaflokksins á öldungadeild Bandaríkjaþings munu sex af níu dómurum Hæstaréttar hafa verið skipaðir af Repúblikönum og þrír af Demókrötum. Ginsburg dó á heimili sínu á föstudaginn vegna eftirkasta krabbameins í brisi. Við andlát hennar hófust strax miklar deilur milli stjórnmálafylkinga í Bandaríkjunum um það hvort rétt væri að tilnefna og greiða atkvæði um nýjan Hæstaréttardómara þegar svo skammt væri í kosningar. Í febrúar 2016, rúmu hálfu ári í forsetakosningar, lýstu Repúblikanar yfir að ekki yrði greitt atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar, eftir að Antonin Scalia dó. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, sagði of stutt í kosningar og að nýr forseti ætti að fá að tilnefna í embættið. Ginsburg sjálf hafði sagt að hennar helsta ósk væri að ekki yrði fyllt í stöðuna fyrr en að nýr forseti tæki við embætti. Nú, þegar 44 dagar eru í forsetakosningar, segir McConnell að staðan sé önnur og það sé skilda Repúblikana að skipa nýjan dómara í embætti og hefur hann heitið því að atkvæðagreiðsla um tilnefningu Trump muni fara fram. Sjá einnig: Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Á kosningafundi í gær sagði Trump að hann vissi ekki enn hvern hann myndi tilnefna en tilkynnti að það yrði kona. Hann gaf einnig til kynna að hann væri tilbúinn til að tilnefna dómara eftir kosningarnar, 3. nóvember, og fyrir embættistökuna þann 20. janúar. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru ráðgjafar Trump búnir að setja saman stuttlista yfir þær konur sem kemur til greina að tilnefnda til Hæstaréttar. Minnst einn maður er þó einnig til skoðunar. Trump grínaðist á kosningafundinum í gær um það hvort hann ætti að tilnefna konu eða mann í því sem hann kallaði í gríni: „mjög vísindalega könnun“. Trump having his supporters vote by yelling as to whether they'd rather see a woman or man replace RBG on SCOTUS is like a deleted scene from Idiocracy pic.twitter.com/lVbFqUNWL3— Aaron Rupar (@atrupar) September 19, 2020 Minnst einn öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins hefur lýst því yfir að hann styðji ekki tilnefningu dómara á þessu stigi. Það er Susan Collins, þingkona frá Maine. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta á öldungadeildinni og því mega ekki fleiri en þrír þingmenn vera á móti tilnefningu nýs dómara. Verði þeir þrír, mun Mike Pence, varaforseti, eiga úrslitaatkvæðið. Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ AP fréttaveitan hefur farið yfir hvað þingmenn Repúblikanaflokksins sögðu árið 2016 og hafa sagt síðan um ákvörðun McConnell að halda ekki atkvæðagreiðslu um tilnefningu Garland. Þingmaðurinn Lindsay Graham, sem stýrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, var þá mjög afdráttarlaus. „Notið orð mín gegn mér. Ef forsetinn verður Repúblikani árið 2016 og sæti opnast á síðasta ári fyrsta kjörtímabils hans, getið þið sagtað Lindsey Graham hafi lýsti því yfir að næsti forseti, sama hver hann yrði, ætti að ráða tilnefningu,“ sagði Graham árið 2016. „Geymið upptökurnar“ Í þingkosningunum 2018 sló hann á svipaða strengi og sagði: „Ef sæti opnast á síðasta ári kjörtímabilsins og forvalið er hafið, þá ættum við að bíða til næstu kosninga.“ Hann bætti við að fjölmiðlar ættu að geyma upptökuna af ummælum hans. Í gær var hins vegar komið allt annað hljóð í Graham. Hann var lengi vel mikill andstæðingur Trump og í forvali Repúblikanaflokksins lýsti hann því ítrekað yfir að Trump væri ekki hæfur í embætti forseta. Síðan þá hefur þó mikið breyst og í dag er Graham einn helsti bandamaður forsetans. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær gagnrýndi hann Demókrata fyrir breytingar á ferlinu við að skipa alríkisdómara og fyrir það hvernig komið fram var við Brett Kavanaugh þegar hann var tilnefndur til Hæstaréttar af Trump. Þess vegna ætlaði hann að styðja Trump í að tilnefna nýjan dómara. In light of these two events, I will support President @realDonaldTrump in any effort to move forward regarding the recent vacancy created by the passing of Justice Ginsburg. #3— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) September 19, 2020 Aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa sagt að ekki ætti að tilnefna nýjan dómara. Þar á meðal er Susan Collins, Chuck Grassley og Lisa Murkowski. Enn aðrir, eins og Joni Ernst, hafa sagt að Repúblikanar ættu að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að skipa nýjan dómara eins fljótt og auðið er. Jafnvel eftir kosningarnar ef Trump tapar þeim. Þá hefðu Repúblikanar tíma til 20. janúar. Framboð Ernst sendi út tölvupóst á föstudagskvöld, skömmu eftir dauða Ginsburg, um að íhaldssöm gildi og réttindi væru í húfi. Tilnefning nýs dómara myndi hafa mikil áhrif á helstu ákvarðanir Hæstaréttar næstu áratugina.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Eitur sent til Donald Trump Umslag sem innihélt efnið rísín var sent til Donald Trump Bandaríkjaforseta. 19. september 2020 23:34 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Lyfjaframleiðendur vildu ekki senda „Trump kort“ til eldri borgara Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. 19. september 2020 13:58 Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Eitur sent til Donald Trump Umslag sem innihélt efnið rísín var sent til Donald Trump Bandaríkjaforseta. 19. september 2020 23:34
Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29
Lyfjaframleiðendur vildu ekki senda „Trump kort“ til eldri borgara Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. 19. september 2020 13:58
Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. 18. september 2020 16:20