Hannes Þór Halldórsson: Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni Atli Arason skrifar 17. september 2020 07:15 Hannes Þór, markvörður Vals og íslenska landsliðsins. Mynd/Stöð 2 Sport Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30 Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30 Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30
Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10
Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25